Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, en upplýsingar um stöðuna í Gígjukvísl voru síðast uppfærðar klukkan 15. Rennslið náði hámarki í morgun og hefur vatnshæð við brúna á þjóðvegi númer 1 farið hægt lækkandi frá hádegi.
„Samhliða lækkandi vatnshæð hefur rafleiðni í ánni minnkað. Magn hlaupsvatns í ánni fer því minnkandi og ljóst að hlaupið er í rénun,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Þar kemur einnig fram að nokkrir jarðskjálftar hafi mælst í Grímsvötnum í gærkvöldi og einn eftir miðnætti. Þrátt fyrir það sjást engin merki um aukna skjálftavirkni eða gosóróa.