Innlent

Sprengi­sandur: Stríð gegn fíkni­efnum, Bret­land og inn­flytj­enda­mál

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur verður á sínum stað klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju en til hans mæta yfirlæknir á Vogi, stjórnmálafræðingur, dómsmálaráðherra og verkalýðsforingi.

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, verður fyrsti gestur á Sprengisandi í dag. Þau Kristján ræða stríðið gegn vímuefnum og hvernig það horfir við fólki sem sinnir heilbrigðisþjónustu við fíkla. 

Því næst mætir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur til leiks og ræðir pópúlisma og vaxandi ítök slíkra afla í Evrópu. Litið verður til Svíþjóðar, Ítalíu og Bretlands.

Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, mætir til leiks og ræðir við Kristján um innflytjendamál og starfann.

Loks mæta Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík, og Trausti Jörundsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, og ræða þing Alþýðusambands Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×