Vilja að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 07:31 Neymar þarf að mæta í réttinn á mánudaginn. vísir/Getty Réttarhöld gegn brasilíska fótboltamanninum Neymar hefjast í næstu viku en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og spillingu vegna félagsskipta hans frá Santos til Barcelona árið 2013. Það er brasilíska fjárfestingafélagið DIS sem höfðar málið gegn fótboltastjörnunni og að það sækist eftir því að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi. Neymar er þó ekki eini sakborningurinn í málshöfðuninni því það eru einnig foreldrar hans, fyrrum félög hans, Santos og Barcelona, fyrrum forsetar Barcelona, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell og fyrrum forseti Santos, Odilio Rodrigues. Neymar faces five-year jail-term request in corruption and fraud trial https://t.co/BgnbgHt3gF pic.twitter.com/BD7wLuYKvX— Reuters (@Reuters) October 14, 2022 Fjárfestingafélagið átti fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var hjá Santos. Þeir halda því fram að þeir hafi misst af miklum pening vegna félagsskiptanna til Barcelona þar sem að Neymar hafi verið seldur undir markaðsvirði og að rétt virði samningsins hafi falið fyrir fyrirtækinu. DIS eignaðist fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var sautján ára og borgaði fyrir það tvær milljónir evra. Neymar hefur neitað öllum sakargiftum en tókst ekki að fá málinu vísað frá í spænska hæstaréttinum árið 2017 sem opnaði dyrnar fyrir þessu réttarhaldi. Neymar, Barca to stand trial on fraud charges - via @ESPN App https://t.co/tmAnWN0Jfc— John Norris (@Jonnynono) October 13, 2022 Neymar þarf að mæta sjálfur í réttarsalinn á mánudaginn til að gefa vitnisburð en ekki er ljóst hvort hann þurfi að vera öll réttarhöldin sem gætu tekið tvær vikur. Auk þess að hann fái fimm ára fangelsisdóm þá vill fjárfestingafélagið einnig frá tíu milljón evra skaðabætur frá Neymar. Þeir vilja einnig að Rosell og Bartomeu fái fimm ára dóm og samtals sækjast þeir eftir 149 milljónum evra í skaðabætur. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Það er brasilíska fjárfestingafélagið DIS sem höfðar málið gegn fótboltastjörnunni og að það sækist eftir því að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi. Neymar er þó ekki eini sakborningurinn í málshöfðuninni því það eru einnig foreldrar hans, fyrrum félög hans, Santos og Barcelona, fyrrum forsetar Barcelona, Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell og fyrrum forseti Santos, Odilio Rodrigues. Neymar faces five-year jail-term request in corruption and fraud trial https://t.co/BgnbgHt3gF pic.twitter.com/BD7wLuYKvX— Reuters (@Reuters) October 14, 2022 Fjárfestingafélagið átti fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var hjá Santos. Þeir halda því fram að þeir hafi misst af miklum pening vegna félagsskiptanna til Barcelona þar sem að Neymar hafi verið seldur undir markaðsvirði og að rétt virði samningsins hafi falið fyrir fyrirtækinu. DIS eignaðist fjörutíu prósent hlut í Neymar þegar hann var sautján ára og borgaði fyrir það tvær milljónir evra. Neymar hefur neitað öllum sakargiftum en tókst ekki að fá málinu vísað frá í spænska hæstaréttinum árið 2017 sem opnaði dyrnar fyrir þessu réttarhaldi. Neymar, Barca to stand trial on fraud charges - via @ESPN App https://t.co/tmAnWN0Jfc— John Norris (@Jonnynono) October 13, 2022 Neymar þarf að mæta sjálfur í réttarsalinn á mánudaginn til að gefa vitnisburð en ekki er ljóst hvort hann þurfi að vera öll réttarhöldin sem gætu tekið tvær vikur. Auk þess að hann fái fimm ára fangelsisdóm þá vill fjárfestingafélagið einnig frá tíu milljón evra skaðabætur frá Neymar. Þeir vilja einnig að Rosell og Bartomeu fái fimm ára dóm og samtals sækjast þeir eftir 149 milljónum evra í skaðabætur.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira