„Höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial“ Snorri Másson skrifar 13. október 2022 23:15 Töluvert misræmi er á leturgerð á götuskiltum Reykjavíkurborgar, sem stingur fólk mismikið í augun. Skrifstofustjóri hjá borginni segir að leturgerð hafi orðið út undan í samræmingarferlum borgarinnar en lofar bót og betrun. Á samfélagsmiðlum hafa sumir hverjir sopið hveljur vegna misræmis af þessum toga, sem má finna víða um borgina eftir að farið var að setja upp nýja gerð af skiltum. Mjög skýrt dæmi er við Kaplaskjólsveg, þar sem nýtt skilti og gamalt eru hlið við hlið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir misræmið helgast af því að skipt hefur verið við mismunandi aðila í mismunandi útboðum í gegnum tíðina. Þetta sé þó ekki nógu gott svona. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir verra að vera með misræmi í skiltum borgarinnar en að framvegis verði gætt að þessu atriði.Vísir „Við munum skoða þetta og auðvitað þarf að gæta samræmis í þessum málum sem öðrum, það sem við höfum kannski aðallega verið að skoða í þessum útboðum varðandi skilti og götugögn er ákveðin rýmd, hæð, lengd og staðsetning en við höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial,“ segir Hjalti í samtali við fréttastofu. Skilti með gisnari og örlítið skýrari texta virðast vera nýja tegundin og hún hefur breitt úr sér víða um borg. „Það er auðvitað þannig að sitt sýnist hverjum en auðvitað verður þetta bara að vera í innra samræmi og við munum skoða það,“ segir Hjalti. Þessi skilti ættu að vera stöðluð. Hvað á þetta leturflakk að þýða? pic.twitter.com/LwnvbNjhEz— Bobby Breiðholt (@Breidholt) June 27, 2022 Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Á samfélagsmiðlum hafa sumir hverjir sopið hveljur vegna misræmis af þessum toga, sem má finna víða um borgina eftir að farið var að setja upp nýja gerð af skiltum. Mjög skýrt dæmi er við Kaplaskjólsveg, þar sem nýtt skilti og gamalt eru hlið við hlið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir misræmið helgast af því að skipt hefur verið við mismunandi aðila í mismunandi útboðum í gegnum tíðina. Þetta sé þó ekki nógu gott svona. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir verra að vera með misræmi í skiltum borgarinnar en að framvegis verði gætt að þessu atriði.Vísir „Við munum skoða þetta og auðvitað þarf að gæta samræmis í þessum málum sem öðrum, það sem við höfum kannski aðallega verið að skoða í þessum útboðum varðandi skilti og götugögn er ákveðin rýmd, hæð, lengd og staðsetning en við höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial,“ segir Hjalti í samtali við fréttastofu. Skilti með gisnari og örlítið skýrari texta virðast vera nýja tegundin og hún hefur breitt úr sér víða um borg. „Það er auðvitað þannig að sitt sýnist hverjum en auðvitað verður þetta bara að vera í innra samræmi og við munum skoða það,“ segir Hjalti. Þessi skilti ættu að vera stöðluð. Hvað á þetta leturflakk að þýða? pic.twitter.com/LwnvbNjhEz— Bobby Breiðholt (@Breidholt) June 27, 2022
Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira