Skagamenn vilja kaupa land af Hvalfjarðarsveit og færa sveitarfélagamörkin Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2022 13:54 Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri Akraness. Vísir Akraneskaupstaður sendi í morgun sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar erindi þar sem óskað er eftir samkomulagi við um færslu sveitarfélagamarka og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar. Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar en landið sem um ræðir er Akrakot, suðaustur af Akraneskaupstað, en land Hvalfjarðarsveitar nær alveg að jaðri þéttbýlis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður sér fyrir sér íbúabyggð sérbýla, það er einbýlis-, par- og raðhús á landinu, lágreista byggð, ein til þrjár hæðir. Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti Hvalfjarðarsveitar, segir í samtali í samtali við Vísi að erindi nágrannanna í Akraneskaupstað hafi borist í morgun og verði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. október næstkomandi. „Ekki er unnt að tjá sig um málið fyrr en að þeim fundi loknum,“ segir Andrea Ýr. Hafa keypt Akrakot Í tilkynningunni á vef Akraneskaupstaðar segir að nýverið hafi verið samþykkt á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar kaup á landi Akrakots sem sé í Hvalfjarðarsveit. „Í framhaldinu var gengið frá samningi við eigendur að landi og eignum Akrakots. Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfélagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Samningurinn er með ákveðnum fyrirvörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land Akrakots falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við Ásfell og Fögrubrekku. Í þessu felst að óskað er eftir að færsla sveitarfélagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er (sjá rauðlitað á mynd en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað á mynd),“ segir í tilkynningunni. Akraneskaupstaður vill að rauða svæðið á myndinni falli innan marka Akraneskaupstaðar. Akranes Kaup eða makaskipti Fram kemur að Akraneskaupstaður hafi sent tvö erindi til Hvalfjarðarsveitar, annars vegar þar sem þess sé góðfúslega farið á leit við Hvalfjarðarsveit að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. „Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðarsveit sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar til tengingar inn á hið selda landssvæði. Sjá blálitað á mynd). Akraneskaupstaður fyrirhugar íbúabyggð sérbýla þ.e. einbýlishús og par-/raðhús þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir á landinu. Ekki eru fyrirhuguð stærri fjölbýlishús á svæðinu en kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vil Akraneskaupstaður tryggja til langs tíma framþróun bæjarfélagsins í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í því felast tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa beggja sveitarfélaga m.a. með vegtengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitarfélagamörk breytast til samræmis,“ segir á vef Akraneskaupstaðar.
Hvalfjarðarsveit Akranes Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira