Ólafur Ragnar sagður mæra stjórnvisku forseta alræðisstjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 11:05 Ólafur Ragnar Grímsson (t.v.) er sagður dást að stjórnarháttum Xi Jinping, forseta Kína, (t.h.). Vísir/samsett/Vilhelm/EPA Lofi Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, um stjórnvisku Xi Jinping, forseta Kína, var slegið upp á forsíðu enskumælandi dagblaðsins kínverska kommúnistaflokksins í dag. Þar er haft eftir Ólafi Ragnar að honum þyki mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma. Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar. Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjallað er um útgáfu bókar Xi um stjórnarhætti á íslensku á forsíðu China Daily sem Kommúnistaflokkur Kína gefur út. Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi sagt að útgáfa bókarinnar Xi Jinping: Kínversk stjórnmál I muni stuðla að gagnkvæmum skilningi og vináttu á milli Kína og Íslands í ávarpi við útgáfuathöfn í Reykjavík á þriðjudag. Finally, the wait is over: Xi s book on governance published in Icelandic, reports the China Daily. pic.twitter.com/RAK3h4jVbM— Will Glasgow (@wmdglasgow) October 13, 2022 Þar er haft eftir fyrrverandi forsetanum í óbeinni ræðu að í persónulegum samskiptum hans við Xi hafi honum þótt „mikið til hugmynda Xi um stjórnarhætti koma“. Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi er þýdd á. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, er sagður hafa sagt það til marks um vinsamleg samskipti Kína og Íslands. Stjórnmálamenn, erindrekar og embættismenn frá Kína og Íslandi eru sagðir hafa verið viðstaddir athöfnina. Xi hefur verið forseti Kína frá 2013. Kína lýtur alræði Kommúnistaflokksins. Embættismenn þar eru ekki þjóðkjörnir heldur valdir af tæplega þjú þúsund fulltrúa alþýðuþingi sem Kommúnistaflokkurinn er einráður um að tilnefna og kjósa. Mannréttindabrot og svikin loforð um borgararéttindi Forsetinn er talinn valdamesti leiðtogi Kína frá tímum Mao formanns. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér frekari völdum og er búist við því að hann tryggi sér endurkjör í annað sinn á flokksþingi Kommúnistaflokksins sem hefst á sunnudag. Sumir sérfræðingar telja að hann og flokkurinn undirbúi jarðveginn fyrir hann til að sitja í embættinu ævilangt. Kommúnistastjórnin ber niður hvers kyns andóf. Stjórn Xi hefur einnig verið sökuð um mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyninu vegna meðferðar hennar á þjóðarbroti úígúra í Xinjiang-héraði. Minnst milljón úígúrum hefur verið komið fyrir í fanga- og „endurmenntunarbúðum“ þar sem þeir eru þvingaðir til að afneita múslimatrú sinni og lýsa yfir hollustu við kommúnistastjórnina. Í tíð Xi hafa kínversk stjórnvöld einnig hert tökin á Hong Kong og dregið úr borgararéttindum þar þrátt fyrir loforð sem voru gefin um réttindi íbúanna þar þegar Bretar gáfu eftir nýlenduna árið 1997. Umdeild öryggislög sem stjórnvöld komu þar á árið 2020 gera það meðal annars refsivert að grafa undan yfirráðum stjórnvalda þar.
Ólafur Ragnar Grímsson Kína Stjórnsýsla Utanríkismál Bókaútgáfa Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira