Írsku stelpurnar hneyksluðu og særðu marga þegar þær fögnuðu sæti á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 09:31 Írsku landsliðskonurnar fagna hér sigri á Skotum og um leið sæti á HM. Getty/Ross MacDonald Írska kvennlandsliðiðinu í fótbolta tókst það á þriðjudagskvöldið sem okkar stelpum tókst ekki. Írland tryggði sér þá sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi með sigri á Skotum. Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Írsku stelpurnar höfðu aldrei áður komist á stórmót og voru kannski næstar því þegar þær töpuðu í umspili á móti Íslandi fyrir EM 2008. Að þessu sinni kláruðu þær dæmið en Amber Barrett, leikmaður Turbine Potsdam í Þýskalandi, skoraði eina mark leiksins. The Ireland women's team apologise for singing a song referencing the IRA following their world cup qualification win against Scotland last night. pic.twitter.com/83flVC8ywp— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2022 Írsku stelpurnar voru náttúrulega mjög kátar í leikslok eftir þetta sögulega skref liðsins en þær hneyksluðu og særðu aftur á móti marga í heimalandi sínu og víðar með vali sínu á sigursöng í fagnaðarlátunum inn í klefa eftir leik. Bæði þjálfari liðsins, Vera Pauw, sem og knattspyrnusambandið hefur nú beðist afsökunar á hegðun leikmannanna. Myndband sem fór á samfélagsmiðla sýndi leikmennina syngja „Ooh ah, up the 'RA“ lagið sem er þekktur stuðningssöngur við Írska lýðveldisherinn, IRA. Football Association of Ireland issues apology after footage of Republic of Ireland Womens Football team chanting oh ah up the Ra after their World Cup win over Scotland at Hampden Park last night @rtenews pic.twitter.com/gxxPZhUNJz— Vincent Kearney (@vincekearney) October 12, 2022 Írski lýðveldisherinn barðist á sínum tíma fyrir því að frelsa Norður-Írland frá Bretlandi og beitti öllum ráðum til þess eins og sprengitilræðum og öðrum hryðjuverkum. „Það mikilvægasta fyrir okkar lið er að bera virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur. Við höfum með þess háttalagi okkar sært fólk og það er engin afsökun að við höfum ekki ætlað okkur það. Það er engin afsökun fyrir okkur að við höfum verið að fagna saman,“ sagði hinn hollenski þjálfari liðsins Vera Pauw. Pauw sagði jafnframt að leikmennirnir væru eyðilagðir yfir þessu og sú sem deildi myndbandinu væri grátandi inn á herbergi því hún hafi ekki ætlað sér að særa neinn. Vera Pauw var ekki í búningsklefanum þegar leikmenn sungu lagið og sem útlendingur var hún heldur ekki með á hreinu hvaða lag þetta var. Republic of Ireland players Chloe Mustaki and Aine O'Gorman apologise after a video emerged from the dressing room after their World Cup play-off win over Scotland #BBCFootball— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) October 12, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Írland Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira