Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 20:22 Alex Jones er í vondum málum. Tyler Sizemore/Hearst Connecticut Media via AP, Pool, File Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem fjölskyldurnar höfðuðuð gegn Jones. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá var Jones sakaður um það nú að hafa nýtt sér samsæriskenningarnar til þess að byggja upp áhorfendahóp á sjómvarpsráðs hans, samsæriskenningamiðlinum Infowars. Með þessu hafi hann hagnast um milljónir dollara. Barbara Bellis, dómari í málinu.H John Voorhees III/Hearst Connecticut Media via AP) Dómari í umræddi máli komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart þeim samsæriskenningum sem hann setti fram og ýtti undir í samsæriskenningamiðlinum, Fyrir stundu komst dómarinn að niðurstöðu um hversu háar skaðabæturnar ættu að vera. Alls þarf Jones að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara. Fyrr á árinu var Jones dæmdur til að greiða 50 milljónir dollara vegna máls af sama meiði. Eru skaðabæturnar sem Jones þarf að greiða því yfir einn milljarður dollara. Í íslenskum krónum eru það um 144 milljarðar króna. Til að setja þá upphæð í íslenskt samhengi mætti byggja á bilinu sex til átta Hörpur fyrir þá fjárhæð. A Connecticut jury on Wednesday decided how much conspiracy theorist Alex Jones must pay the families of victims from the 2012 Sandy Hook shooting — here’s the breakdown: pic.twitter.com/jw4sg9UT7v— NowThis (@nowthisnews) October 12, 2022 Niðurstaðan í málunum tveimur var tilkomin vegna þess að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Óvíst er hvort að Jones hafi efni á því að greiða skaðabæturnar. Hann hefur áður sagt að hann geti ekki greitt meira en tvær milljónir dollara í skaðabætur. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem fjölskyldurnar höfðuðuð gegn Jones. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Hélt hann því ítrekað fram að fjöldamorðið hafi verið sviðsett og að foreldrar barnanna væru leikarar á vegum stjórnvalda. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri hingað til. Þau segja ummæli hans hafa valdið þau gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá var Jones sakaður um það nú að hafa nýtt sér samsæriskenningarnar til þess að byggja upp áhorfendahóp á sjómvarpsráðs hans, samsæriskenningamiðlinum Infowars. Með þessu hafi hann hagnast um milljónir dollara. Barbara Bellis, dómari í málinu.H John Voorhees III/Hearst Connecticut Media via AP) Dómari í umræddi máli komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart þeim samsæriskenningum sem hann setti fram og ýtti undir í samsæriskenningamiðlinum, Fyrir stundu komst dómarinn að niðurstöðu um hversu háar skaðabæturnar ættu að vera. Alls þarf Jones að greiða fjölskyldunum 965 milljónir dollara. Fyrr á árinu var Jones dæmdur til að greiða 50 milljónir dollara vegna máls af sama meiði. Eru skaðabæturnar sem Jones þarf að greiða því yfir einn milljarður dollara. Í íslenskum krónum eru það um 144 milljarðar króna. Til að setja þá upphæð í íslenskt samhengi mætti byggja á bilinu sex til átta Hörpur fyrir þá fjárhæð. A Connecticut jury on Wednesday decided how much conspiracy theorist Alex Jones must pay the families of victims from the 2012 Sandy Hook shooting — here’s the breakdown: pic.twitter.com/jw4sg9UT7v— NowThis (@nowthisnews) October 12, 2022 Niðurstaðan í málunum tveimur var tilkomin vegna þess að Jones hefur um árabil neitað að útvega dómnum gögn sem hann hefur verið krafinn um. Dómarinn sagði sektir og aðrar tilraunir til að fá Jones til að afhenda gögnin hafa engum árangri skilað. Dómarinn gagnrýndi Jones harðlega og sagði að vegna undanbragða hans væri engin annar kostur í boði en að úrskurða hann ábyrgan. Óvíst er hvort að Jones hafi efni á því að greiða skaðabæturnar. Hann hefur áður sagt að hann geti ekki greitt meira en tvær milljónir dollara í skaðabætur.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48 Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. 3. ágúst 2022 22:48
Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4. ágúst 2022 23:56
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“