Mörkin í Meistaradeildinni: Blóðbað, umdeildir vítadómar og óvænt úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 12:31 Fikayo Tomori fékk beint rautt spjald fyrir brot á fyrrum liðsfélaga sínum Mason Mount í gær. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Nóg var um að vera í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en línur eru farnar að skýrast upp á framhaldið þar sem fjórða umferð riðlakeppninnar hófst. Hér má sjá öll mörkin í gærkvöld. Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Chelsea fór á topp E-riðils með öðrum sigrinum á AC Milan í röð. Fikayo Tomori fékk þar rautt spjald fyrir brot á fyrrum félaga sínum hjá Chelsea og Derby County, Mason Mount, innan teigs. Jorginho skoraði af vítapunktinum áður en Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði 2-0 sigur Chelsea á San Siro. Klippa: Mörkin: AC Milan - Chelsea Vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að sýna mörkin úr 1-1 jafntefli Dinamo Zagreb og RB Salzburg í sama riðli. Í F-riðli vann RB Leipzing 2-0 sigur á Celtic, annan sigurinn á liðinu í röð, og er liðið komið á fína siglingu eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum Timo Werner skoraði fyrra mark Leipzig og lagði það síðara upp fyrir Emil Forsberg. Klippa: Mörkin: Celtic - RB Leipzig Í sama riðli mistókst Real Madrid að vinna í fyrsta skipti í keppninni í vetur. Shakhtar Donetsk komst yfir í byrjun síðari hálfleiks en Antonio Rudiger fórnaði sér fyrir jöfnunarmark í blálokin og lá eftir alblóðugur. Leiknum lauk 1-1 og Real er öruggt áfram. Klippa: Mörkin: Shakhtar - Real Madrid Í G-riðli var ekkert skorað í markalausu jafntefli Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar og Manchester City á Parken en þá gerðu Dortmund og Sevilla einnig jafntefli, 1-1, í Þýskalandi. Tanguy Nianzou kom Sevilla yfir áður en Englendingurinn Jude Bellingham jafnaði fyrir Dortmund. Manchester City er öruggt áfram með 10 stig á toppnum og Dortmund stendur vel að vígi með sjö stig í öðru sæti. Sevilla og FCK eru bæði með tvö stig þar fyrir neðan. Klippa: Mörkin: Sevilla - Dortmund Í H-riðli urðu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem ísraelska liðið Maccabi Haifa vann 2-0 sigur á Juventus í Ísrael. Omer Atzili skoraði bæði mörk Maccabi í leiknum en liðin eru jöfn með þrjú stig í neðstu sætum riðilsins. Klippa: Mörkin: Maccabi Haifa - Juventus PSG og Benfica eru jöfn með átta stig í efri hlutanum eftir 1-1 jafntefli í gær. Þar var skorað úr sitthvoru vítinu þar sem Michael Oliver hafði í nægu að snúast með flautuna. Kylian Mbappé skoraði fyrir PSG en Joao Mario jafnaði af vítapunktinum fyrir Benfica. Klippa: Mörkin: PSG-Benfica
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjá meira