Innlent

Rennslið nær há­marki á fimmtu­dags­kvöld

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lítil sem engin skjálftavirkni er í eldstöðinni í Grímsvötnum þessa stundina.
Lítil sem engin skjálftavirkni er í eldstöðinni í Grímsvötnum þessa stundina. Vísir/RAX

Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli.

Í færslu á vef Veðurstofunnar segir að rennslið úr Grímsvötnum nálgist nú 300 rúmmetra á sekúndu en íshellan þar hefur sigið um sjö metra. Vöxturinn er hægari en reiknað var með í upphafi og nú er talið að rennslið nái hámarki annað kvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Fyrst var talið að það næði hámarki í dag. 

Reikna má með því að það taki hlaupvatn um sólarhring að renna undir Skeiðarárjökul frá Grímsvötnum og niður í farveg Gígjukvíslar við þjóðveg 1. 

Enn sem komið er er lítil sem engin skjálftavirkni í eldstöðinni við Grímsvötn og enginn gosórói hefur mælst. Veðurstofan, ásamt vísindamönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu þó halda áfram að vakta hana og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarásarinnar verður. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×