Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2022 14:46 Guðmundur Árni leiddi Samfylkinguna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns. Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns.
Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira