Innlent

Hníf­jafnt í Hafnar­firði: „Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt“

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Árni var í skýjunum þegar fréttastofa náði af honum tali.
Guðmundur Árni var í skýjunum þegar fréttastofa náði af honum tali. Stöð 2

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu fengið nákvæmlega jafnmörg atkvæði þegar fyrstu tölur voru lesnar upp rétt í þessu. Oddviti Samfylkingar segir tölurnar mikið fagnaðarefni.

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var hæstánægður þegar fréttamaður okkar náði tali af honum á kosningavöku þegar fyrstu tölur voru lesnar upp.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru bæði með 1.700 atkvæði eða 27,9 prósent eftir fyrstu tölur.

„Mér líst mjög vel á þetta, þetta verður löng nótt,“ segir Guðmundur Árni glaður í bragði.

Hann segir Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur ef niðurstöður kosninganna verður sú sama og eftir fyrstu tölur.

Miðað við fyrstu tölur fá Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fjóra menn hvor, Framsókn tvo og Viðreisn einn. Þar sem ellefu menn skipa bæjarstjórn Hafnarfjarðar er ljóst að Framsókn hefur pálmann í höndunum og ræður úrslitum um hvernig meirihluti verður myndaður.

Guðmundur Árni segist vel geta hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum og að oddviti hans, Valdimar Víðisson, sé mikill sómamaður sem gott sé að vinna með.

Hann segir að aðalmálið í hans huga sé ekki að hann verði bæjarstjóri á ný. Hann segir aðalmálið vera betrun Hafnarfjarðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.