Áframhaldandi grímuskylda á Landspítala Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 10:13 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn. Þetta var ákveðið á fundi farsóttanefndar Landspítala sem fram fór í gær. Þeir sjúklingar sem leggjast inn á spítalann með öndunarfæraeinkenni verða héðan í frá skimaðir fyrir öllum veirum, ekki bara Covid-19. Landspítalinn starfar enn á óvissustigi vegna Covid-19. Þar af leiðandi þurfa ferlisjúklingar og allir heimsóknargestir að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökunni verður áfram valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest Covid-19 smit eða grunur sé um Covid-19 smit. Einungis einn gestur er leyfður hjá sjúklingum á legudeildum innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru veittar við sérstakar aðstæður. Hér fyrir neðan má lesa helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala frá og með deginum í dag. Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga. Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu. Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID. Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu. Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana. Ekki þarf lengur að skima einkennalausa sjúklinga við innlögn. Skima skal sjúklinga með einkenni fyrir öllum öndunarfæraveirum. (Nýtt frá eldri reglum) Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi farsóttanefndar Landspítala sem fram fór í gær. Þeir sjúklingar sem leggjast inn á spítalann með öndunarfæraeinkenni verða héðan í frá skimaðir fyrir öllum veirum, ekki bara Covid-19. Landspítalinn starfar enn á óvissustigi vegna Covid-19. Þar af leiðandi þurfa ferlisjúklingar og allir heimsóknargestir að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökunni verður áfram valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest Covid-19 smit eða grunur sé um Covid-19 smit. Einungis einn gestur er leyfður hjá sjúklingum á legudeildum innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru veittar við sérstakar aðstæður. Hér fyrir neðan má lesa helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala frá og með deginum í dag. Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga. Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu. Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID. Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu. Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana. Ekki þarf lengur að skima einkennalausa sjúklinga við innlögn. Skima skal sjúklinga með einkenni fyrir öllum öndunarfæraveirum. (Nýtt frá eldri reglum)
Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga. Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu. Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID. Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu. Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana. Ekki þarf lengur að skima einkennalausa sjúklinga við innlögn. Skima skal sjúklinga með einkenni fyrir öllum öndunarfæraveirum. (Nýtt frá eldri reglum)
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira