Innlent

Hafa borið kennsl á þann sem fannst látinn við Gróttu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lík fannst við Gróttu á ellefta tímanum á sunnudag.
Lík fannst við Gróttu á ellefta tímanum á sunnudag. Vísir/Vilhelm

Búið er að bera kennsl á lík sem fannst í fjörunni við Gróttuvita á Seltjarnarnesi á sunnudag. Aðstandendur hafa verið látnir vita að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. 

Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Búið er að láta aðstandendur vita.

Að sögn Margeirs mun það liggja fyrir eftir frekari rannsóknir og krufningu hversu lengi viðkomandi var í sjónum en ítrekaði að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti.


Tengdar fréttir

Líkfundur á Gróttu

Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×