„Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 22:31 Dagný Brynjarsdóttir við hótel íslenska landsliðsins í Porto í dag. Stöð 2 Sport „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23