„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 20:00 Á morgun er komið að úrslitastundu hjá Þorsteini Halldórssyni og hans leikmönnum sem ætla sér að komast á HM í fyrsta sinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira