Fótbolti

Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal

Valur Páll Eiríksson skrifar
Íslenska landsliðið getur komist í fyrsta sinn á HM.
Íslenska landsliðið getur komist í fyrsta sinn á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Leikurinn fer fram klukkan 17:00 á morgun og er úrslitaleikur upp á sæti á HM. Leikurinn fer fram á Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira.

Icelandair hefur fyllt 150 manna vél til Portúgals af fólki sem mun styðja við íslenska liðið. Fyrr í dag var greint frá því að enn ætti eftir að fylla vélina en Icelandair staðfesti við Vísi rétt fyrir klukkan 15:00 að uppselt væri í vélina.

Íslenska liðið getur því búist við góðum stuðningi í Portúgal á morgun þar sem HM-sætið er undir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Ísland og Portúgal mætast klukkan 17:00 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×