Lífið

Hlauparinn Arnar Pétursson selur íbúðina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Arnar Pétursson fagnar sigri.
Arnar Pétursson fagnar sigri. Vísir/Hulda Margrét

Hlauparinn Arnar Pétursson og kærastan hans, förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir eru að selja íbúðina sína. Eignin er á Kópavogsbraut í hinu vinsæla Kársneshverfi.

Samkvæmt fasteignavef Vísis er íbúðin tveggja herbergja og staðsett á jarðhæð. Íbúðin er alls 53,4 fermetrar að stærð. Ásett verð er 51.900.000 krónur. Húsið var byggt árið 1960 en íbúðin þeirra er einstaklega smekkleg og flott. Stofuveggur málaður með kalkáferð vekur þar sérstaka athygli. Eldhúsið er ljóst og bjart en jarðlitir í gólfefnavali gerir íbúðina hlýlega. 

Íbúðin skiptist í anddyri, eitt svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu. Arnar og Sara Björk eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum, litla stúlku, líkt og fjallað var um hér á Vísi

Hér má nálgast frekari upplýsingar um eignina.

FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS
FASTEIGNALJOSMYNDUN.IS





Fleiri fréttir

Sjá meira


×