Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 12:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/samsett Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55