Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. október 2022 11:50 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þingið var sett klukkan tíu en það stendur yfir í þrjá daga. Kosningar í forsetaembætti sambandsins fara fram á miðvikudaginn en tveir hafa gefið kost á sér í embættið; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar. Ragnar Þór er formaður VR.vísir/vilhelm „Ég geri ráð fyrir að þetta verði bara góð barátta og verði bara vel komið fram vona ég,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann tók við forsetaembætti ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér í sumar og gefur nú kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Hann vill ekki gefa upp hvort hann styðji Ragnar eða Ólöfu en segir: „Ég þekki Ragnar og hef unnið með Ragnari á undanförum árum. Það samstarf hefur gengið vel. Ólöfu þekki ég nú minna, eða þekki hana lítið. En þetta er auðvitað bara verkefni þingsins að vinna með og ákveða,“ segir Kristján Þórður. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfaði sem varaformaður Eflingar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér síðasta haust. Hún tapaði svo í formannsslag Eflingar fyrir Sólveigu síðasta vor.Stöð 2/Egill Gustað hefur um verkalýðshreyfinguna síðasta rúma árið en segja má að deilur tveggja fylkinga innan ASÍ hafi náð hámarki þegar Drífa sagði af sér. Kristján vonar að hægt verði að lægja öldurnar því mikilvæg verkefni séu fram undan á þinginu, önnur en framboðsslagurinn. „Við erum að ræða húsnæðismál og velferð, förum yfir lífeyrismál, efnahagsmál og skatta. Og síðan auðvitað eru kjaramálin og vinnumarkaðurinn stóru þættirnir í því sem við munum ræða,“ segir Kristján Þórður. Komandi kjaraviðræður eru þar í brennidepli. „Auðvitað vonast maður til þess að í kjölfar þings að okkur takist að samþætta hópinn svoldið meira og auka samstarfið við gerð kjarasamninganna,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira