Fótbolti

Nauðgunarákæra gegn fyrrum leikmanni Selfoss felld niður af því að konan dó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Babacar Sarr í leik með norska félaginu Molde.
 Babacar Sarr í leik með norska félaginu Molde. EPA-EFE/MALTON DIBRA

Málið gegn senegalska knattspyrnumanninum Babacar Sarr hefur verið fellt niður og ástæðan er að fórnarlambið lést í sumar.

Konan sem kærði Babacar Sarr fyrir nauðgun lést í júní en andlát hennar tengist málinu ekki neitt að öðru leiti. Nettavisen segir frá málinu og má lesa meira um það hér.

Babacar Sarr lék með Selfyssingum frá 2011 til 2012 en fór þaðan til Noregs. Hann var leikmaður Start þegar málið kom upp.

Meint nauðgun átti sér stað í lok ársins 2013 eða í byrjun ársins 2014 á heimili Sarr í Sogndal samkvæmt upplýsingum sem konan gaf lögreglunni.

Sarr hefur alltaf neitað sök og sagt að þau hafi verið í sambandi á þessum tíma. Hann sagði að þau hafi heimsótt hvort annað margoft á þessu tímabili.

Saksóknarinn átti enga aðra kosti völ en að fella niður málið eftir andlát konunnar sem bjó í Osló.

Sarr yfirgaf Molde árið 2019 en hann spilaði síðast með Damac í Sádí-Arabíu en hafði yfirgefið landið þegar Alríkislögreglan leitaði af honum. Interpol lýsti eftir honum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×