Hallgrímur: Erum að skrifa söguna 8. október 2022 18:25 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var skiljanlega svekktur eftir naumt tap á móti Breiðablik í dag. „Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira
„Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira