„Kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2022 08:02 Guðjón Þórðarson er einn sigursælasta þjálfari Íslandssögunnar. Hann segir þó að eftirspurnin eftir 67 ára gömlum þjálfara sé ekki mikil. Vísir/Stöð 2 Sigursælasti þjálfari landsins í fótboltanum, Guðjón Þórðarson, hefur ekki lagt árar í bát og hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma. „Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
„Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira