Fótbolti

Evrópumeistararnir höfðu betur gegn heimsmeisturunum á troðfullum Wembley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 2-1 sigur gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna á troðfullum Wembley í kvöld.
Enska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 2-1 sigur gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna á troðfullum Wembley í kvöld. Harriet Lander - The FA/The FA via Getty Images

Evrópumeistarar Englands unnu 2-1 sigur er liðið tók á móti heimsmeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleik sem fram fór á troðfullum þjóðarleikvangi Englands, Wembley.

Það var Lauren Hemp sem kom Englendingum í forystu strax á tíundu mínútu leiksins áður en Sophia Smith jafnði metin fyrir gestina eftir tæplega hálftíma leik.

Georgia Stanway kom heimakonum þó yfir á nýjan leik á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Fjórum mínútum síðar hélt Trinity Rodman að hún væru búin að jafna metin á ný fyrir gestina, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja.

Ekki tókst liðunum að bæta við mörkum í síðari hálfleik og niðurstaðan því 2-1 sigur Evrópumeistaranna gegn heimsmeisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×