Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:06 Hvítrússinn Ales Bialiatski hefur lengi barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu. EPA Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38