Messi segir að HM í Katar verði „örugglega hans seinasta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2022 07:00 Lionel Messi fær líklega bara einn séns í viðbót til að verða heimsmeistari. Elsa/Getty Images Argentínumaðurinn Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, segir að heimsmeistaramótið í Katar sem hefst í næsta mánuði verði örugglega hans seinasta á ferlinum. Þessi 35 ára leikmaður Paris Saint-Germain hefur leikið á fjórum heimsmeistaramótum með argentínska landsliðinu. Á þessum fjórum mótum hefur Messi skorað sex mörk og lagt upp önnurfimm fyrir liðsfélaga sína. Hans besti árangur á heimsmeistaramóti er annað sæti árið 2014 þar sem liðið tapaði gegn Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Eftir að Argentínumenn tryggðu sér sigur í Copa América árið 2021 er heimsmeistaratitillinn sá eini sem Messi vantar í ótrúlegt titlasafn sitt. „Þetta verður örugglega mitt seinasta HM,“ sagði Messi í samtali við ESPN. Lionel Messi confirms Qatar will be his last World Cup:"Surely, this will be my final World Cup." pic.twitter.com/65bAX3Hz2u— B/R Football (@brfootball) October 6, 2022 „Ég tel niður dagana að heimsmeistaramótinu. Það er bæði stress og spenna á sama tíma sem fylgir þessu. Maður vill að þetta sé að byrja núna, veltir fyrir sér hvað muni gerast og hvernig muni ganga.“ „Á HM getur allt gerst. Allir leikir eru erfiðir.Þeir sem eru taldir sigurstranglegastir vinna ekki alltaf,“ bætti Messi við. „Ég veit ekki hvort við séum taldir sigurstranglegastir, en Argentína á alltaf möguleika vegna sögunnar. Jafnvel meiri möguleika núna vegna þess hversu vel hefur gengið, en við erum ekki sigurstranglegastir. Ég held að það séu önnur lið fyrir ofan okkur.“ Messi á að baki 164 leiki fyrir argentínska landsliðið þar sem hann hefur skorað 90 mörk. Liðið situr í þriðja sæti styrkleikalista FIFA og mætir Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi í C-riðli heimsmeistaramótsins sem hefst þann 20 nóvember. HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Þessi 35 ára leikmaður Paris Saint-Germain hefur leikið á fjórum heimsmeistaramótum með argentínska landsliðinu. Á þessum fjórum mótum hefur Messi skorað sex mörk og lagt upp önnurfimm fyrir liðsfélaga sína. Hans besti árangur á heimsmeistaramóti er annað sæti árið 2014 þar sem liðið tapaði gegn Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Eftir að Argentínumenn tryggðu sér sigur í Copa América árið 2021 er heimsmeistaratitillinn sá eini sem Messi vantar í ótrúlegt titlasafn sitt. „Þetta verður örugglega mitt seinasta HM,“ sagði Messi í samtali við ESPN. Lionel Messi confirms Qatar will be his last World Cup:"Surely, this will be my final World Cup." pic.twitter.com/65bAX3Hz2u— B/R Football (@brfootball) October 6, 2022 „Ég tel niður dagana að heimsmeistaramótinu. Það er bæði stress og spenna á sama tíma sem fylgir þessu. Maður vill að þetta sé að byrja núna, veltir fyrir sér hvað muni gerast og hvernig muni ganga.“ „Á HM getur allt gerst. Allir leikir eru erfiðir.Þeir sem eru taldir sigurstranglegastir vinna ekki alltaf,“ bætti Messi við. „Ég veit ekki hvort við séum taldir sigurstranglegastir, en Argentína á alltaf möguleika vegna sögunnar. Jafnvel meiri möguleika núna vegna þess hversu vel hefur gengið, en við erum ekki sigurstranglegastir. Ég held að það séu önnur lið fyrir ofan okkur.“ Messi á að baki 164 leiki fyrir argentínska landsliðið þar sem hann hefur skorað 90 mörk. Liðið situr í þriðja sæti styrkleikalista FIFA og mætir Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi í C-riðli heimsmeistaramótsins sem hefst þann 20 nóvember.
HM 2022 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira