Fótbolti

Portúgal verður andstæðingur Íslands í HM-umspilinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku landsliðskonurnar voru eðlilega svekktar eftir súrt tap gegn Hollendingum á dögunum, en liðið fær nú annan séns á því að tryggja sér sæti á HM.
Íslensku landsliðskonurnar voru eðlilega svekktar eftir súrt tap gegn Hollendingum á dögunum, en liðið fær nú annan séns á því að tryggja sér sæti á HM. Vísir/Jónína

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Portúgal í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM eftir að portúgalska liðið vann 2-1 sigur gegn Belgíu í kvöld.

Portúgalar náðu forystunni eftir tæplega hálftíma leik með marki frá Diana Silva áður en Tessa Wullaert jafnaði metin rúmum tíu mínútum síðar og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Portúgalska liðið taldi sig svo hafa fengið vítaspyrnu á 87. mínútu, en eftir skoðun myndbandsdómara var dómnum breytt í aukaspyrnu og rautt spjald á Amber Tysiak. Markvörður Belga varði aukaspyrnuna vel, en Carole Costa skoraði sigurmark Portúgala eftir hornspyrnuna sem fylgdi.

Íslenska liðið mætir því portúgalska þann 11. október í bænum Pacos de Fer­reira, en leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×