Vill gefa Reykjavík risaeðlu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 16:51 Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann. Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári. Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Marcu Eriksen, hálfíslenskur fornleifafræðingur hefur farið þess á leit að Reykjavíkurborg fá hluta beinagrindarinnar að gjöf en til stendur að grafa hana upp í Wyoming í Bandaríkjunum næsta sumar. Eriksen á íslenska móður og ættingja hérlendis, samkvæmt grein á vef Reykjavíkurborgar, og er hann framkvæmdastjóri samtaka sem koma meðal annars að því að skipuleggja og framkvæma uppgröft á risaeðlubeinum í Wyoming. Skilyrði gjafarinnar yrði að beinagrindin fengi nafn móður hans og höfð til sýnist á safni eða sýningu í Reykjavík. „Gjöfin er gefin í nafni móður minnar og systkina hennar, sem ólust upp í Reykjavík. Þau eru nú á níræðisaldri en móðir mín flutti til Bandaríkjanna þegar ég var þriggja ára gamall. Hún lagði alla tíð hart að sér til að tryggja mér og bróður mínum gott atlæti og ég get þakkað henni þekkingarþorsta minn og sterkt íslenskt vinnusiðferði. Ég hef heyrt ótal sögur um líf hennar í Reykjavík um miðbik síðustu aldar og mig langar að heiðra kynslóð hennar með þessari gjöf til borgarinnar,“ er haft eftir Eriksen á vef Reykjavíkurborgar. Hann segist einnig vilja ýta undir vísindalæsi og menntun. Marcus Eriksen, Anna Cummins og dóttirin Avani Cummins, sem fann beinagrindina. Beinagrindin, sem kallast Ken, fannst fyrst fyrir fimm árum síðan. Það var Avani Cummins, dóttir Eriksen, sem fann hana og var hún þá fimm ára gömul. Hún fann fyrst lítinn hluta úr rifbeini og fundust fleiri bein í kjölfarið. Þar á meðal fannst halahryggjarliður sem Eriksen segir að hafi verið með bitför úr grameðlu. Eins og áður segir stendur til að grafa fleiri bein úr beinagrindinni upp næsta sumar. Áhugasamir Íslendingar geta fengið tækifæri til að taka þátt í uppgreftrinum. „Ég vil gjarnan fá fólk frá Reykjavík til okkar í Wyoming næsta sumar til að taka þátt í að grafa upp fleiri bein sem tilheyra Ken. Það væri gaman að Íslendingar tækju þátt í öllu ferlinu, þar með talið að grafa beinin upp,“ segir Eriksen. Borgarráð samþykkti í dag að stofna starfshóp til að fara yfir málið, meta hve mikill kostnaður myndi falla á borgina vegna gjafarinnar, fá staðfestan uppruna hennar og kanna áhuga safna og annarra á að hýsa hana, svo eitthvað sé nefnt. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir 1. maí á næsta ári.
Risaeðlur Reykjavík Fornminjar Söfn Vísindi Bandaríkin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira