Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2022 14:01 Fjölmargir nemendur klæddust rauðum bolum við MH í dag. Aðrir voru með stimpla á andlitum og mikill fjöldi mætti með skilti. Vísir/Egill Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. Boðað var til mótmælanna í gær og óhætt að segja að framhaldsskólanemar um allt land hafi brugðist við kallinu. Langflestir söfnuðust saman við Menntaskólann við Hamrahlíð, bæði nemendur skólans og annarra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Töluverður fjöldi mótmælti á Laugarvatni og sömu sögu er að segja á Akureyri þar sem mótmælt var í Lystigarðinum. Urður Bartels, nemandi á öðru ári við MH, segir að nemendur muni ekki gefast um fyrr en breytingar verði á viðbrögðum við frásögnum þolenda. Ræða Urðar vakti mikil viðbrögð meðal nemenda fyrir utan MH í morgun. Urður hefur látið í sér heyra í vikunni eftir að MH-ingar mótmæltu, með kroti á spegla og upphengdum miðum á göngum skólans, að þolendur þyrftu að umgangast gerendur sína innan veggja skólans. Mótmælin á mánudag virðast hafa kveikt neista hjá nemendum víða um land sem kröfðust breytinga innan veggja skólanna í dag. „Við ætlum að vera kynslóðin sem fær breytingar,“ sagði Urður meðal annars í ræðu sinni sem sjá má í heild að neðan. Brynhildur Karlsdóttir, fyrrverandi nemandi við MH, flutti líka ræðu. „Það var einu sinni karl sem var starfsmaður hjá fyrirtæki niðri í bæ. Einn daginn stal hann prentara fyrirtækisins og tók hann með sér heim. Meintur prentaraþjófur er rekinn úr vinnunni strax daginn eftir. Héraðsdómari er aldrei spurður álits,“ sagði Brynhildur. Hún tiltók fleiri dæmi um refsiverða háttsemi þar sem ekki þyrfti til dómsmál til að afleiðingar yrðu. „En ekkert þessara mála er næstum því jafnalvarlegt og nauðgun. Allt of lengi hafa þolendur kynferðisofbeldis þurft að bera sársaukann í hljóði. Nú breytum við því.“ Hún sagðist vita nákvæmlega hvað nemendur við MH í dag væru að upplifa. „Ég trúi því að ef allir MH-ingar hefðu alla tíð verið jafn hugrakkir og þið, þá væri Elísabet Segler Guðbjartsdóttir enn á lífi. Blessuð sé minning hennar.“ Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Hann baðst afsökunar á því að ekki hefði verið hlustað. Hvatti hann ungt fólk til að halda áfram að láta í sér heyra. Halda þyrfti stjórnvöldum við efnið því unga fólkið breyti hlutunum. Samtal þurfi að eiga sér stað um breytingar. Ræðu ráðherra má heyra að neðan. Að neðan má svo lesa kröfugerð nemenda sem samin var í gærkvöldi. Undirskriftasöfnun stendur yfir meðal framhaldsskólanema við kröfugerðina. Kröfur nemenda um breytingar Nemendur við framhaldsskóla á Íslandi krefjast þess að eftirfarandi breytingar verði gerðar á viðbragðsáætlun allra skóla svo tekið sé á kynferðisbrotum af sömu alvöru, ef ekki meiri alvöru, og öðrum ofbeldismálum. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í öruggu umhverfi og skólar skulu því sjá til þess að þolendur séu ekki neyddir til að umgangast gerendur sína innan skólans. Þolendur skuli fá stuðning innan skóla óháð kæru eða úrskurði og vera veitt rými til að vinna úr sínum málum. Kröfur um breytingar eru eftirfarandi: 1. Meintum gerendum skal gert að víkja úr staðnámi -Þegar fram kemur kæra um meint kynferðisbrot nemanda á öðrum nemanda skal fyrrnefndum nemenda vera vísað úr staðnámi í fjarnám uns málið hefur verið skoðað og þolanda er leiðbeint um næstu skref. -Endurtekin afbrot skulu leiða til endanlegrar brottvísunar úr skóla 2. Kynjafræði skal gerð að skylduáfanga í öllum skólum -Fræða skal nemendur um mörk og samþykki sem forvörn gegn kynferðisbrotum -Einnig skal fræða alla nemendur um hvert sé hægt að leita eftir kynferðisbrot 3. Kyn og kynjafræðsla skal gerð skylda fyrir stjórn, kennara og starfsfólk allra skóla -Námskeið skulu vera haldin með starfsfólki með reglulegu millibili til að fræða um hvernig skuli koma fram við þolendur og aðra nemendur -Kennurum skal gert skylt að sýna þolendum þolinmæði og veita þeim undanþágu með mætingu og verkefnaskil í bæði bóklegu og verklegu námi -Sálfræðingar innan skóla skulu hafa hlotið sérstaka fræðslu um það hvernig eigi að bregðast við kynferðisbrotum og leiðbeina þolendum jafnt sem gerendum um hvar hægt er að leita sér andlegrar aðstoðar 4. Fjölbreytt úrræði skulu standa nemendum til boða til að tilkynna um kynferðisbrot. Til dæmis með: -Áberandi hnappi á vefsíðu skólans -Aðgengi að sálfræðingi innan skólans -Vel upplýstum kennurum -Einnig skal ferli eftir tilkynningu vera þolendum gagnsætt og veita stöðugt upplýsingaflæði um öll skref sem tekin eru í ferlinu Að neðan má svo sjá upptöku af mótmælunum við MH í heild. Framhaldsskólar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Boðað var til mótmælanna í gær og óhætt að segja að framhaldsskólanemar um allt land hafi brugðist við kallinu. Langflestir söfnuðust saman við Menntaskólann við Hamrahlíð, bæði nemendur skólans og annarra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Töluverður fjöldi mótmælti á Laugarvatni og sömu sögu er að segja á Akureyri þar sem mótmælt var í Lystigarðinum. Urður Bartels, nemandi á öðru ári við MH, segir að nemendur muni ekki gefast um fyrr en breytingar verði á viðbrögðum við frásögnum þolenda. Ræða Urðar vakti mikil viðbrögð meðal nemenda fyrir utan MH í morgun. Urður hefur látið í sér heyra í vikunni eftir að MH-ingar mótmæltu, með kroti á spegla og upphengdum miðum á göngum skólans, að þolendur þyrftu að umgangast gerendur sína innan veggja skólans. Mótmælin á mánudag virðast hafa kveikt neista hjá nemendum víða um land sem kröfðust breytinga innan veggja skólanna í dag. „Við ætlum að vera kynslóðin sem fær breytingar,“ sagði Urður meðal annars í ræðu sinni sem sjá má í heild að neðan. Brynhildur Karlsdóttir, fyrrverandi nemandi við MH, flutti líka ræðu. „Það var einu sinni karl sem var starfsmaður hjá fyrirtæki niðri í bæ. Einn daginn stal hann prentara fyrirtækisins og tók hann með sér heim. Meintur prentaraþjófur er rekinn úr vinnunni strax daginn eftir. Héraðsdómari er aldrei spurður álits,“ sagði Brynhildur. Hún tiltók fleiri dæmi um refsiverða háttsemi þar sem ekki þyrfti til dómsmál til að afleiðingar yrðu. „En ekkert þessara mála er næstum því jafnalvarlegt og nauðgun. Allt of lengi hafa þolendur kynferðisofbeldis þurft að bera sársaukann í hljóði. Nú breytum við því.“ Hún sagðist vita nákvæmlega hvað nemendur við MH í dag væru að upplifa. „Ég trúi því að ef allir MH-ingar hefðu alla tíð verið jafn hugrakkir og þið, þá væri Elísabet Segler Guðbjartsdóttir enn á lífi. Blessuð sé minning hennar.“ Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Hann baðst afsökunar á því að ekki hefði verið hlustað. Hvatti hann ungt fólk til að halda áfram að láta í sér heyra. Halda þyrfti stjórnvöldum við efnið því unga fólkið breyti hlutunum. Samtal þurfi að eiga sér stað um breytingar. Ræðu ráðherra má heyra að neðan. Að neðan má svo lesa kröfugerð nemenda sem samin var í gærkvöldi. Undirskriftasöfnun stendur yfir meðal framhaldsskólanema við kröfugerðina. Kröfur nemenda um breytingar Nemendur við framhaldsskóla á Íslandi krefjast þess að eftirfarandi breytingar verði gerðar á viðbragðsáætlun allra skóla svo tekið sé á kynferðisbrotum af sömu alvöru, ef ekki meiri alvöru, og öðrum ofbeldismálum. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í öruggu umhverfi og skólar skulu því sjá til þess að þolendur séu ekki neyddir til að umgangast gerendur sína innan skólans. Þolendur skuli fá stuðning innan skóla óháð kæru eða úrskurði og vera veitt rými til að vinna úr sínum málum. Kröfur um breytingar eru eftirfarandi: 1. Meintum gerendum skal gert að víkja úr staðnámi -Þegar fram kemur kæra um meint kynferðisbrot nemanda á öðrum nemanda skal fyrrnefndum nemenda vera vísað úr staðnámi í fjarnám uns málið hefur verið skoðað og þolanda er leiðbeint um næstu skref. -Endurtekin afbrot skulu leiða til endanlegrar brottvísunar úr skóla 2. Kynjafræði skal gerð að skylduáfanga í öllum skólum -Fræða skal nemendur um mörk og samþykki sem forvörn gegn kynferðisbrotum -Einnig skal fræða alla nemendur um hvert sé hægt að leita eftir kynferðisbrot 3. Kyn og kynjafræðsla skal gerð skylda fyrir stjórn, kennara og starfsfólk allra skóla -Námskeið skulu vera haldin með starfsfólki með reglulegu millibili til að fræða um hvernig skuli koma fram við þolendur og aðra nemendur -Kennurum skal gert skylt að sýna þolendum þolinmæði og veita þeim undanþágu með mætingu og verkefnaskil í bæði bóklegu og verklegu námi -Sálfræðingar innan skóla skulu hafa hlotið sérstaka fræðslu um það hvernig eigi að bregðast við kynferðisbrotum og leiðbeina þolendum jafnt sem gerendum um hvar hægt er að leita sér andlegrar aðstoðar 4. Fjölbreytt úrræði skulu standa nemendum til boða til að tilkynna um kynferðisbrot. Til dæmis með: -Áberandi hnappi á vefsíðu skólans -Aðgengi að sálfræðingi innan skólans -Vel upplýstum kennurum -Einnig skal ferli eftir tilkynningu vera þolendum gagnsætt og veita stöðugt upplýsingaflæði um öll skref sem tekin eru í ferlinu Að neðan má svo sjá upptöku af mótmælunum við MH í heild.
Kröfur nemenda um breytingar Nemendur við framhaldsskóla á Íslandi krefjast þess að eftirfarandi breytingar verði gerðar á viðbragðsáætlun allra skóla svo tekið sé á kynferðisbrotum af sömu alvöru, ef ekki meiri alvöru, og öðrum ofbeldismálum. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í öruggu umhverfi og skólar skulu því sjá til þess að þolendur séu ekki neyddir til að umgangast gerendur sína innan skólans. Þolendur skuli fá stuðning innan skóla óháð kæru eða úrskurði og vera veitt rými til að vinna úr sínum málum. Kröfur um breytingar eru eftirfarandi: 1. Meintum gerendum skal gert að víkja úr staðnámi -Þegar fram kemur kæra um meint kynferðisbrot nemanda á öðrum nemanda skal fyrrnefndum nemenda vera vísað úr staðnámi í fjarnám uns málið hefur verið skoðað og þolanda er leiðbeint um næstu skref. -Endurtekin afbrot skulu leiða til endanlegrar brottvísunar úr skóla 2. Kynjafræði skal gerð að skylduáfanga í öllum skólum -Fræða skal nemendur um mörk og samþykki sem forvörn gegn kynferðisbrotum -Einnig skal fræða alla nemendur um hvert sé hægt að leita eftir kynferðisbrot 3. Kyn og kynjafræðsla skal gerð skylda fyrir stjórn, kennara og starfsfólk allra skóla -Námskeið skulu vera haldin með starfsfólki með reglulegu millibili til að fræða um hvernig skuli koma fram við þolendur og aðra nemendur -Kennurum skal gert skylt að sýna þolendum þolinmæði og veita þeim undanþágu með mætingu og verkefnaskil í bæði bóklegu og verklegu námi -Sálfræðingar innan skóla skulu hafa hlotið sérstaka fræðslu um það hvernig eigi að bregðast við kynferðisbrotum og leiðbeina þolendum jafnt sem gerendum um hvar hægt er að leita sér andlegrar aðstoðar 4. Fjölbreytt úrræði skulu standa nemendum til boða til að tilkynna um kynferðisbrot. Til dæmis með: -Áberandi hnappi á vefsíðu skólans -Aðgengi að sálfræðingi innan skólans -Vel upplýstum kennurum -Einnig skal ferli eftir tilkynningu vera þolendum gagnsætt og veita stöðugt upplýsingaflæði um öll skref sem tekin eru í ferlinu
Framhaldsskólar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01