Innlent

Óska eftir vitnum að um­ferðar­slysi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á í gærmorgun. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa er slysið varð.

Slysið átti sér stað á gagnamótum Nýbýlavegs og Hjallabrekku klukkan 8:42 í gær er rauð vörubifreið og dökkgrá Volkswagen bifreið lentu í árekstri. Þrír voru fluttir á slysadeild.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið sigrun.jónasdottir@lrh.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×