Orðatiltæki Mourinho og Ferguson skilgreind í Oxford orðabókinni Atli Arason skrifar 5. október 2022 23:30 Frasakóngarnir Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson. Getty Images Oxford háskólinn uppfærði nýlega gagnagrunn sinn með sérstöku tilliti til heimsmeistaramótsins í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði. 15 nýjum orðum voru bætt við sem tengjast fótbolta og þar á meðal frægar tilvitnanir frá Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson. Enska orðabók Oxford háskólans er af mörgum talin ein virtasta af sinni tegund en orðabókin inniheldur 3,5 milljónir tilvitnanir og yfir 600.000 orð frá síðustu 1000 árum af ensku tungumáli. Árið 2003 notaði Ferguson orðalagið 'squeaky bum time' sem mætti lauslega þýða sem 'tími tístandi bossa.' Samkvæmt þýðingu Oxford táknar orðalagið ákveðna spennu í aðdraganda hápunkts keppnistímabils eða viðburðar. Ferguson notaði orðalagið fyrst er hann talaði um Arsenal þegar liðin háðu einvígi um Englandsmeistaratitilinn tímabilið 2002/03. „Þeir [Arsneal] eiga eftir að spila aftur við Chelsea í bikarnum og ef þeir vinna munu þeir leika annan leik þrem dögum áður en þeir spila við okkur. Þeir sögðust ætla að vinna þrennuna, er það ekki? Það er hins vegar tími tístandi bossa (e. Squeaky bum time) og við búum yfir reynslunni,“ sagði Ferguson. 'Park the bus' Frasi Jose Mourinho um að leggja rútunni (e. park the bus) hefur einnig fundið sér leið í orðabók Oxford. Samkvæmt orðabókinni þýðir orðatiltækið að spila varnarsinnaðan leik með flesta útivallar leikmenn nálægt eigin marki. Jose Mourinho notaði orðalagið fyrst þegar hann var knattspyrnustjóri Chelsea árið 2004. Mourinho sagði þá að Tottenham hafi lagt rútunni fyrir markið sitt í 0-0 jafntefli liðanna tímabilið 2004/05. Átti þetta síðar eftir að verða hugtakið sem lýsti leikstíl Mourinho svo vel. Hin 13 fótbolta tengdu hugtökin sem Oxford orðabókin skilgreindi og tók inn í enskt tungumál eru Cruyff turn, Rabona, Panenka, total football, Gegenpressing, tiki-taka, false nince, row Z, top-scoring, outfield, over the top, Trequartista og zonal marking. Enski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Enska orðabók Oxford háskólans er af mörgum talin ein virtasta af sinni tegund en orðabókin inniheldur 3,5 milljónir tilvitnanir og yfir 600.000 orð frá síðustu 1000 árum af ensku tungumáli. Árið 2003 notaði Ferguson orðalagið 'squeaky bum time' sem mætti lauslega þýða sem 'tími tístandi bossa.' Samkvæmt þýðingu Oxford táknar orðalagið ákveðna spennu í aðdraganda hápunkts keppnistímabils eða viðburðar. Ferguson notaði orðalagið fyrst er hann talaði um Arsenal þegar liðin háðu einvígi um Englandsmeistaratitilinn tímabilið 2002/03. „Þeir [Arsneal] eiga eftir að spila aftur við Chelsea í bikarnum og ef þeir vinna munu þeir leika annan leik þrem dögum áður en þeir spila við okkur. Þeir sögðust ætla að vinna þrennuna, er það ekki? Það er hins vegar tími tístandi bossa (e. Squeaky bum time) og við búum yfir reynslunni,“ sagði Ferguson. 'Park the bus' Frasi Jose Mourinho um að leggja rútunni (e. park the bus) hefur einnig fundið sér leið í orðabók Oxford. Samkvæmt orðabókinni þýðir orðatiltækið að spila varnarsinnaðan leik með flesta útivallar leikmenn nálægt eigin marki. Jose Mourinho notaði orðalagið fyrst þegar hann var knattspyrnustjóri Chelsea árið 2004. Mourinho sagði þá að Tottenham hafi lagt rútunni fyrir markið sitt í 0-0 jafntefli liðanna tímabilið 2004/05. Átti þetta síðar eftir að verða hugtakið sem lýsti leikstíl Mourinho svo vel. Hin 13 fótbolta tengdu hugtökin sem Oxford orðabókin skilgreindi og tók inn í enskt tungumál eru Cruyff turn, Rabona, Panenka, total football, Gegenpressing, tiki-taka, false nince, row Z, top-scoring, outfield, over the top, Trequartista og zonal marking.
Enski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira