Fótbolti

Orðatiltæki Mourin­ho og Ferguson skil­greind í Ox­ford orða­bókinni

Atli Arason skrifar
Frasakóngarnir Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson.
Frasakóngarnir Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson. Getty Images

Oxford háskólinn uppfærði nýlega gagnagrunn sinn með sérstöku tilliti til heimsmeistaramótsins í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði. 15 nýjum orðum voru bætt við sem tengjast fótbolta og þar á meðal frægar tilvitnanir frá Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson.

Enska orðabók Oxford háskólans er af mörgum talin ein virtasta af sinni tegund en orðabókin inniheldur 3,5 milljónir tilvitnanir og yfir 600.000 orð frá síðustu 1000 árum af ensku tungumáli.

Árið 2003 notaði Ferguson orðalagið 'squeaky bum time' sem mætti lauslega þýða sem 'tími tístandi bossa.' Samkvæmt þýðingu Oxford táknar orðalagið ákveðna spennu í aðdraganda hápunkts keppnistímabils eða viðburðar.

Ferguson notaði orðalagið fyrst er hann talaði um Arsenal þegar liðin háðu einvígi um Englandsmeistaratitilinn tímabilið 2002/03.

„Þeir [Arsneal] eiga eftir að spila aftur við Chelsea í bikarnum og ef þeir vinna munu þeir leika annan leik þrem dögum áður en þeir spila við okkur. Þeir sögðust ætla að vinna þrennuna, er það ekki? Það er hins vegar tími tístandi bossa (e. Squeaky bum time) og við búum yfir reynslunni,“ sagði Ferguson.

'Park the bus'

Frasi Jose Mourinho um að leggja rútunni (e. park the bus) hefur einnig fundið sér leið í orðabók Oxford. Samkvæmt orðabókinni þýðir orðatiltækið að spila varnarsinnaðan leik með flesta útivallar leikmenn nálægt eigin marki.

Jose Mourinho notaði orðalagið fyrst þegar hann var knattspyrnustjóri Chelsea árið 2004. Mourinho sagði þá að Tottenham hafi lagt rútunni fyrir markið sitt í 0-0 jafntefli liðanna tímabilið 2004/05. Átti þetta síðar eftir að verða hugtakið sem lýsti leikstíl Mourinho svo vel. 

Hin 13 fótbolta tengdu hugtökin sem Oxford orðabókin skilgreindi og tók inn í enskt tungumál eru Cruyff turn, Rabona, Panenka, total football, Gegenpressing, tiki-taka, false nince, row Z, top-scoring, outfield, over the top, Trequartista og zonal marking. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×