Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 20:07 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Vísir/Stöð 2 Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag. Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg.
Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00