„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2022 19:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta sé líklega lokið í bili. En sendir boltann til ríkis og vinnumarkaðar. Jón Gunnar Bentsson aðahagfræðingur Íslandsbanka telur peningastefnunefnd SÍ andvarpa af létti yfir að verð á húsnæði sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent