Fótbolti

Frá Fagralundi til Kalkútta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórhallur Siggeirsson er kominn á framandi slóðir.
Þórhallur Siggeirsson er kominn á framandi slóðir. þróttur

Þórhallur Siggeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari East Bengal sem leikur í indversku úrvalsdeildinni.

Undanfarna sex mánuði hefur Þórhallur starfað við þjálfun hjá Sarpsborg 08 í Noregi. Hann var þjálfari karlaliðs Þróttar tímabilið 2019 og hefur auk þess þjálfað yngri flokka hjá Val, Stjörnunni og HK þar sem hann er uppalinn.

Þjálfari East Bengal er Stephen Constantine, 59 ára Englendingur, sem er með mjög svo fjölbreytta ferilskrá. Hann hefur meðal annars þjálfað landslið Indlands, Nepal, Malaví, Súdans og Rúanda.

East Bengal endaði í neðsta sæti indversku deildarinnar í fyrra. Næsta tímabil hefst 21. þessa mánaðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.