Innlent

Krefjast á­fram­haldandi gæslu­varð­halds yfir mönnunum tveimur

Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Fjórir voru handteknir vegna málsins. Myndin er úr safni.
Fjórir voru handteknir vegna málsins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka.

Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu. Gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en mennirnir hafa nú þegar setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur.

Fjórir menn voru upphaflega handteknir í aðgerðum lögreglu þann 21. september síðastliðinn og voru tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið, einn í einnar viku og annar í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Lagt var hald á tugi skotvopna og þrívíddarprentara í aðgerðum lögreglu en mennirnir eru grunaðir um að hafa framleitt vopn í þeim. 

Á fréttamannafundi lögreglunnar í síðustu viku kom fram að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt hald á tugi skotvopna, og þar af nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihluti vopnanna hafi verið verksmiðjuframleiddur. 

Einnig kom fram í síðustu viku af Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá rannsókn á málinu vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu.


Tengdar fréttir

Krefjast á­fram­haldandi gæslu­varð­halds

Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir einum þeirra sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við mögulega hryðjuverkaógn. Búið er að boða til blaðamannafundar á morgun klukkan þrjú.

Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu

Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×