Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 13:30 Antonio Adán gengur niðurlútur af velli eftir að hafa fengið reisupassann. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. Sporting var með fullt hús stiga í D-riðli keppninnar fyrir leik gærkvöldsins en Marseille var á botni riðilsins án stiga. Portúgalska liðið gat því farið langt með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigri en Marseille þurfti þrjú stig til að halda vonum sínum á lífi. Sporting komst yfir í leiknum með marki Trincao á fyrstu mínútu en Alexis Sánchez jafnaði fyrir Marseille á 13. mínútu þegar Adan sparkaði boltanum í hann og inn. Adan var þá illa staðsettur í öðru marki Marseille þremur mínútum síðar og fékk svo rautt spjald fyrir að handleika knöttinn rúmum metra yfir utan teig á 23. mínútu. Franco Israel kom inn í markið í kjölfarið en tíu leikmönnum Sporting tókst ekki að koma í veg fyrir tvö mörk franska liðsins til viðbótar. Klippa: Meistaradeildarmörk: Antonio Adán „Adán ekki lengi í paradís“ Leikurinn var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær, þar sem allir leikir gærkvöldsins voru gerðir upp. „Þetta er hræðilegt. Það er ekki eins og hann hafi ekki nægan tíma,“ segir Pálmi Rafn Pálmason um atvikið þegar Adán gaf Sánchez mark. „Nei, það er ekki eins og Sánchez poppi allt í einu upp þarna,“ segir Albert Brynjar Ingason. „Það má segja að Adán hafi ekki verið lengi í paradís,“ sagði Pálmi Rafn þá og fékk hæstu einkunn frá þáttastjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni fyrir það orðagrín. Atvikin úr leiknum og umræðuna úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Portúgalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira
Sporting var með fullt hús stiga í D-riðli keppninnar fyrir leik gærkvöldsins en Marseille var á botni riðilsins án stiga. Portúgalska liðið gat því farið langt með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigri en Marseille þurfti þrjú stig til að halda vonum sínum á lífi. Sporting komst yfir í leiknum með marki Trincao á fyrstu mínútu en Alexis Sánchez jafnaði fyrir Marseille á 13. mínútu þegar Adan sparkaði boltanum í hann og inn. Adan var þá illa staðsettur í öðru marki Marseille þremur mínútum síðar og fékk svo rautt spjald fyrir að handleika knöttinn rúmum metra yfir utan teig á 23. mínútu. Franco Israel kom inn í markið í kjölfarið en tíu leikmönnum Sporting tókst ekki að koma í veg fyrir tvö mörk franska liðsins til viðbótar. Klippa: Meistaradeildarmörk: Antonio Adán „Adán ekki lengi í paradís“ Leikurinn var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær, þar sem allir leikir gærkvöldsins voru gerðir upp. „Þetta er hræðilegt. Það er ekki eins og hann hafi ekki nægan tíma,“ segir Pálmi Rafn Pálmason um atvikið þegar Adán gaf Sánchez mark. „Nei, það er ekki eins og Sánchez poppi allt í einu upp þarna,“ segir Albert Brynjar Ingason. „Það má segja að Adán hafi ekki verið lengi í paradís,“ sagði Pálmi Rafn þá og fékk hæstu einkunn frá þáttastjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni fyrir það orðagrín. Atvikin úr leiknum og umræðuna úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Portúgalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira