Innlent

Telur sér bolað út úr kirkjunni fyrir að standa með þolendum

Kjartan Kjartansson skrifar
Miklar deilur standa nú yfir innan Digraneskirkju í Kópavogi.
Miklar deilur standa nú yfir innan Digraneskirkju í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju telur að sóknarnefnd kirkjunnar hafi sagt henni upp störfum vegna þess að hún stóð með þolendum Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests. Biskup vék Gunnari úr starfi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni.

Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður kirkjunnar, segir Fréttablaðinu í kvöld að hún hafi fengið uppsagnarbréf í síðustu viku sem hún tengir við afstöðu sína með þolendum Gunnars.

„Það er verið að bola okkur öllum út,“ segir hún við blaðið. 

Hún skoði nú stöðu sína með stéttarfélagi sínu en staða sín sé erfið. Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefndin sjái um allar mannaráðningar. Gagnrýnir hún sóknarnefndina fyrir að standa þétt við bak Gunnars.

„Kirkjan er skjól og á að vera skjól fyrir alla, líka þolendur. En það er það bara ekki lengur,“ segir Theodóra Hugrún.

Þrátt fyrir að biskup ríkiskirkjunnar hafi vikið Gunnari úr starfi í kjölfar niðurstöðu um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum vill sóknarnefnd Digraneskirkju fá hann aftur til starfa.

Miklar deilur geisa innan Digraneskirkju. Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður þar, sakar Valgerði Snæland Jónsdóttur, formann sóknarnefndarinnar, meðal annars um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað. Hún er nú í veikindaleyfi.


Tengdar fréttir

Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar

Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×