Tillaga Arons aftur vinsælust: „Þetta var náttúrulega bara rýtingur í bakið“ Snorri Másson skrifar 7. október 2022 10:50 Aron Kristinn Jónasson, söngvari og meðlimur í tvíeykinu ClubDub, segir það hafa verið eins og að fá rýting í bakið þegar Reykjavíkurborg ógilti hugmynd hans um að reisa styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug vorið 2021. Hann hefur ekki gefist upp og reynir nú aftur. Farið er yfir málið og rætt við Aron Kristin í innslaginu hér að ofan, þar sem hann sýnir áhorfendum hvar hún gæti staðið og hvernig hún gæti litið út. Fagteymi sérfræðinga Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk. Aron Kristinn Jónasson hefur lengi barist fyrir því að fá styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaugina.Vísir/Einar „Það var náttúrulega bara rýtingur í bakið að vera með lýðræðiskosningu, þar sem maður er með hugmynd sem fær langflest atkvæði en ratar ekki inn í áframhaldandi kosningu sem er í raun handvalin af nokkrum aðilum sem enginn veit hverjir eru. Þetta er einhver nefnd eða fagteymi sérfræðinga, þetta er bara eitthvað skrípaleikur eins og svo margt sem er í gangi hjá borginni.“ Aron gefur lítið fyrir þær röksemdir borgarinnar að þetta hafi ekki mátt vera brjóstmynd, að þetta gæti mögulega stangast á við friðhelgi einkalífs, að þetta hafi ekki listrænt gildi eða aðrar röksemdir sem lesa má hér að neðan í svari borgarinnar. Aron kallar eftir viðbrögðum borgarstjóranna beggja við því að Reykjavíkurborg standi fyrir því að halda lýðræðislegar kosningar þar sem niðurstöðunni er síðan sópað undir borðið þegar hún hefur unnið keppnina. „Ég hvet alla til að kjósa,“ segir Aron. „Ég verð að hafa trú á að þetta gerist núna. Við verðum bara að miða að því að það komi stytta af Ye hér. Í næstu kosningum mun ég henda þessu aftur inn ef þetta verður ekki gert. Árið 2025 mun ég gera það aftur og ég verð bara eins og rispaður geisladiskur þar til gestir Vesturbæjarlaugar fá að virða fyrir sér styttu af Ye.“ Röksemdir Reykjavíkurborgar gegn styttu af Kanye West: Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins Hverfið mitt hefur metið þessa hugmynd og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki tæk* til kosningar í Hverfið mitt. Þegar listaverk eru reist í borgarlandinu er almennt haft að leiðarljósi að um höfundarverk listamanna sé að ræða og horft til þess að fleiri en einn listamaður hafi tækifæri til að koma hugmyndum sínum um útfærslu á framfæri. Eins og tillagan liggur fyrir hefur hún ekki listrænt gildi og er ekki sett fram sem listræn áskorun. Nýjar hefðbundnar brjóstmyndir/styttur eru fátíðar nú á 21. öld og hefur heldur verið farin sú leið að leita til listamanna um að skapa verk til heiðurs nafngreindu fólki sem eru táknræn fyrir ævi þeirra eða framlag til samfélagsins. Almennt er ástæða til að árétta að minnisvarðar um þjóðþekkta einstaklinga eru nokkrir í borgarlandinu og þá flestir höfundarverk listamanna 20. aldar. Sérstök tengsl Kanye West við Vesturbæ eru lítil sem engin og felast aðeins í nafninu West. Án frekari rökstuðnings verður ekki séð að ástæða sé til þess að standa fyrir því að stytta sem þessi verði menningarlegt tákn Vesturbæjar og jafnvel Íslands. Þegar um er að ræða styttur eða minnisvarða um tiltekinn einstakling koma einnig lögfræðileg álitamál til skoðunar sem flækja málið enn frekar. Slík verk fela í sér að borgin notfæri sér nafn, ímynd eða ótvíræð auðkenni einstaklings. Í einhverjum tilfellum getur það stangast á við lög, t.d réttinn til friðhelgi einkalífs, sjónarmið um vernd æru manna og jafnvel reglur um vernd vörumerkja. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/upps…. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hver…. Borgarstjórn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Farið er yfir málið og rætt við Aron Kristin í innslaginu hér að ofan, þar sem hann sýnir áhorfendum hvar hún gæti staðið og hvernig hún gæti litið út. Fagteymi sérfræðinga Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk. Aron Kristinn Jónasson hefur lengi barist fyrir því að fá styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaugina.Vísir/Einar „Það var náttúrulega bara rýtingur í bakið að vera með lýðræðiskosningu, þar sem maður er með hugmynd sem fær langflest atkvæði en ratar ekki inn í áframhaldandi kosningu sem er í raun handvalin af nokkrum aðilum sem enginn veit hverjir eru. Þetta er einhver nefnd eða fagteymi sérfræðinga, þetta er bara eitthvað skrípaleikur eins og svo margt sem er í gangi hjá borginni.“ Aron gefur lítið fyrir þær röksemdir borgarinnar að þetta hafi ekki mátt vera brjóstmynd, að þetta gæti mögulega stangast á við friðhelgi einkalífs, að þetta hafi ekki listrænt gildi eða aðrar röksemdir sem lesa má hér að neðan í svari borgarinnar. Aron kallar eftir viðbrögðum borgarstjóranna beggja við því að Reykjavíkurborg standi fyrir því að halda lýðræðislegar kosningar þar sem niðurstöðunni er síðan sópað undir borðið þegar hún hefur unnið keppnina. „Ég hvet alla til að kjósa,“ segir Aron. „Ég verð að hafa trú á að þetta gerist núna. Við verðum bara að miða að því að það komi stytta af Ye hér. Í næstu kosningum mun ég henda þessu aftur inn ef þetta verður ekki gert. Árið 2025 mun ég gera það aftur og ég verð bara eins og rispaður geisladiskur þar til gestir Vesturbæjarlaugar fá að virða fyrir sér styttu af Ye.“ Röksemdir Reykjavíkurborgar gegn styttu af Kanye West: Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins Hverfið mitt hefur metið þessa hugmynd og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki tæk* til kosningar í Hverfið mitt. Þegar listaverk eru reist í borgarlandinu er almennt haft að leiðarljósi að um höfundarverk listamanna sé að ræða og horft til þess að fleiri en einn listamaður hafi tækifæri til að koma hugmyndum sínum um útfærslu á framfæri. Eins og tillagan liggur fyrir hefur hún ekki listrænt gildi og er ekki sett fram sem listræn áskorun. Nýjar hefðbundnar brjóstmyndir/styttur eru fátíðar nú á 21. öld og hefur heldur verið farin sú leið að leita til listamanna um að skapa verk til heiðurs nafngreindu fólki sem eru táknræn fyrir ævi þeirra eða framlag til samfélagsins. Almennt er ástæða til að árétta að minnisvarðar um þjóðþekkta einstaklinga eru nokkrir í borgarlandinu og þá flestir höfundarverk listamanna 20. aldar. Sérstök tengsl Kanye West við Vesturbæ eru lítil sem engin og felast aðeins í nafninu West. Án frekari rökstuðnings verður ekki séð að ástæða sé til þess að standa fyrir því að stytta sem þessi verði menningarlegt tákn Vesturbæjar og jafnvel Íslands. Þegar um er að ræða styttur eða minnisvarða um tiltekinn einstakling koma einnig lögfræðileg álitamál til skoðunar sem flækja málið enn frekar. Slík verk fela í sér að borgin notfæri sér nafn, ímynd eða ótvíræð auðkenni einstaklings. Í einhverjum tilfellum getur það stangast á við lög, t.d réttinn til friðhelgi einkalífs, sjónarmið um vernd æru manna og jafnvel reglur um vernd vörumerkja. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/upps…. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hver….
Röksemdir Reykjavíkurborgar gegn styttu af Kanye West: Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins Hverfið mitt hefur metið þessa hugmynd og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki tæk* til kosningar í Hverfið mitt. Þegar listaverk eru reist í borgarlandinu er almennt haft að leiðarljósi að um höfundarverk listamanna sé að ræða og horft til þess að fleiri en einn listamaður hafi tækifæri til að koma hugmyndum sínum um útfærslu á framfæri. Eins og tillagan liggur fyrir hefur hún ekki listrænt gildi og er ekki sett fram sem listræn áskorun. Nýjar hefðbundnar brjóstmyndir/styttur eru fátíðar nú á 21. öld og hefur heldur verið farin sú leið að leita til listamanna um að skapa verk til heiðurs nafngreindu fólki sem eru táknræn fyrir ævi þeirra eða framlag til samfélagsins. Almennt er ástæða til að árétta að minnisvarðar um þjóðþekkta einstaklinga eru nokkrir í borgarlandinu og þá flestir höfundarverk listamanna 20. aldar. Sérstök tengsl Kanye West við Vesturbæ eru lítil sem engin og felast aðeins í nafninu West. Án frekari rökstuðnings verður ekki séð að ástæða sé til þess að standa fyrir því að stytta sem þessi verði menningarlegt tákn Vesturbæjar og jafnvel Íslands. Þegar um er að ræða styttur eða minnisvarða um tiltekinn einstakling koma einnig lögfræðileg álitamál til skoðunar sem flækja málið enn frekar. Slík verk fela í sér að borgin notfæri sér nafn, ímynd eða ótvíræð auðkenni einstaklings. Í einhverjum tilfellum getur það stangast á við lög, t.d réttinn til friðhelgi einkalífs, sjónarmið um vernd æru manna og jafnvel reglur um vernd vörumerkja. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/upps…. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hver….
Borgarstjórn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira