Innlent

Grettir Sterki mættur til Stykkis­hólms

Bjarki Sigurðsson skrifar
Grettir Sterki verður staðsettur í Stykkishólmshöfn.
Grettir Sterki verður staðsettur í Stykkishólmshöfn. Vegagerðin

Dráttarbáturinn Grettir Sterki er kominn til Stykkishólms. Báturinn er í leigu hjá Vegagerðinni, Sæferðum og Stykkishólmsbæ en Sæferðir sjá um að manna bátinn.

Báturinn verður notaður til að aðstoða þá báta sem verða vélarvana við Breiðafjörð eða í öðrum neyðartilvikum. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að báturinn verði staðsettur í Stykkishólmshöfn.

Þá kemur fram í tilkynningunni að unnið sé að því að fá annað skip sem getur leyst ferjuna Baldur af. Útboð þess efnis verður auglýst á næstu vikum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×