Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2022 12:00 Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð segja aðgerðarleysi stjórnenda skólans vera algjört. Vísir/Vilhelm Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. Mótmælin fóru fram á göngum skólans og salernum. Orð voru rituð á spegla, meintir gerendur nafngreindir og blöð hengd upp á veggi. Mótmælendur, sem að uppistöðunni til eru konur, telja óforsvaranlegt að þolendur þurfi að mæta í tíma með gerendum sínum eða að mæta þeim á göngu um skólann. Þær saka skólayfirvöld um aðgerðarleysi. Á blöðum sem hengd voru á veggi í skólanum var spurt: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Nemendurnir segjast ekki kæra sig um að sitja með, vinna í hópverkefnum og mæta nauðgurum í skólanum. Umrætt bréf. „Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð... viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu. Gerið eitthvað for fucks sake,“ segir á blaðinu. Einhverjir nemendur tóku upp á því að rita nöfn meintra gerenda á spegla skólans með varalit. Skilaboð eins og „MH eru hræsnarar“ og „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“ hafa einnig verið rituð á speglana. Spegill í MH sem búið er að rita á með varalit. Brynhildur Karlsdóttir er söngkona og fyrrverandi nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún segir söguna vera að endurtaka sig, eins og lesa má um í aðsendri grein á Vísi í dag. Brynhildur upplifði algjört aðgerðaleysi frá skólayfirvöldum þegar henni var nauðgað af samnemanda sínum fyrir tíu árum síðan. Í samtali við fréttastofu segir Brynhildur að fyrsta úrræðið sem henni hafi verið boðið á sínum tíma hafi verið samtal við námsráðgjafa. Hún myndi halda áfram að umgangast meintan ofbeldismann og mæta honum á göngunum. „Svo þegar það var ekki nóg var mér bent á að það eina sem ég gæti gert, ef ég vildi ekki umgangast hann, væri að skipta um skóla. Ég fengi hjálp við að færa mig yfir í MK.“ Það var aldrei rætt við hann svo þú vitir? „Nei. Aldrei,“ segir Brynhildur. Hún segir að málið hafa verið látið bitna einungis hjá sér. Gerandinn kláraði sitt stúdentspróf á réttum tíma. Á meðan þurfti Brynhildur að skipta um skóla og ljúka stúdentnum á fimm árum. Bæði systir og mágkona Brynhildar eru nemendur í MH í dag. Brynhildur hefur heyrt af mótmælum í skólanum frá þeim. Henni hafi brugðið. Eitthvað hlyti að hafa breyst á þessum tíu árum en svo sé ekki. Það hafi vakið upp mikla reiði hjá henni. „Eins og ég heyrði þetta frá systur minni og mágkonu þá hafa stjórnendur skólans komið og verið frekar reiðir. Þeir kölluðu þetta hóphysteríu. Það er ekkert verið að taka tillit til tilfinninga nemenda sem eru þarna að tjá sig um óréttlæti sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta er bara þaggað niður og enn og aftur er skömmin hjá þolendum,“ segir Brynhildur. Jafnaði sig aldrei og tók eigið líf. Vinkona Brynhildar, Elísabet, var einnig nemandi við MH. Brynhildur segir henni einnig hafa verið nauðgað af samnemanda sínum. Elísabet hafði kært nauðgunina en samt þurft að mæta geranda sínum á göngum skólans þrátt fyrir að málið væri í farvegi hjá lögreglu. „Svörin sem ég fékk þegar ég var að tala við skólann voru á þennan veg; það er enginn dómur, það er engin kæra. Við getum ekki dæmt fólk án dóms að laga. Maður skilur það á einhverjum grundvelli þó það sé mjög gremjulegt. Svo kærði Elísabet og gerði allt rétt, innan gæsalappa. En það skipti ekki máli,“ segir Brynhildur. Elísabet flosnaði upp úr skóla. Brynhildur segir að vinkona hennar hafi hvergi fundið réttlæti, enginn hafi passað upp á hana og að hún ein hafi verið látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir. Elísabet tjáði sig opinberlega um málið þremur árum eftir brotið. Sýknudómur var kveðinn upp í málinu. Elísabet svipti sig lífi árið 2019. „Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki,“ segir í grein Brynhildar. „Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim.“ Ekki hefur náðst í Stein Jóhannsson, rektor MH, það sem af er degi. Þá vildi Hrefna Tryggvadóttir, forseti Nemendafélags MH, ekki ræða um málið að svo stöddu. Uppfært klukkan 13:52 með y firlýsingu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð sem sjá má að neðan. Í ljósi umfjöllunar um kynferðisofbeldi vill Menntaskólinn við Hamrahlíð koma eftirfarandi á framfæri: Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. Þegar slík mál hafa komið upp er aðgerðaráætlun skólans virkjuð og unnið samkvæmt henni. Skólastjórnendur fengu strax í gær óháðan fagaðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir vegna ábendinga nemenda. Skólastjórnendur funduðu ásamt ráðgjafa með nemendum vegna málsins í dag. Unnið verður áfram í málinu eins og aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Þá hafa stjórnendur skólans verið í samtali við stjórn nemendafélagsins og formann skólanefndar. Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Mótmælin fóru fram á göngum skólans og salernum. Orð voru rituð á spegla, meintir gerendur nafngreindir og blöð hengd upp á veggi. Mótmælendur, sem að uppistöðunni til eru konur, telja óforsvaranlegt að þolendur þurfi að mæta í tíma með gerendum sínum eða að mæta þeim á göngu um skólann. Þær saka skólayfirvöld um aðgerðarleysi. Á blöðum sem hengd voru á veggi í skólanum var spurt: „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?“ Nemendurnir segjast ekki kæra sig um að sitja með, vinna í hópverkefnum og mæta nauðgurum í skólanum. Umrætt bréf. „Bara ein spurning Menntaskólinn við Hamrahlíð... viljiði gera eitthvað í þessu eða bara trúa því að þetta setur aðra nemendur í þessum skóla í hættu. Gerið eitthvað for fucks sake,“ segir á blaðinu. Einhverjir nemendur tóku upp á því að rita nöfn meintra gerenda á spegla skólans með varalit. Skilaboð eins og „MH eru hræsnarar“ og „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“ hafa einnig verið rituð á speglana. Spegill í MH sem búið er að rita á með varalit. Brynhildur Karlsdóttir er söngkona og fyrrverandi nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún segir söguna vera að endurtaka sig, eins og lesa má um í aðsendri grein á Vísi í dag. Brynhildur upplifði algjört aðgerðaleysi frá skólayfirvöldum þegar henni var nauðgað af samnemanda sínum fyrir tíu árum síðan. Í samtali við fréttastofu segir Brynhildur að fyrsta úrræðið sem henni hafi verið boðið á sínum tíma hafi verið samtal við námsráðgjafa. Hún myndi halda áfram að umgangast meintan ofbeldismann og mæta honum á göngunum. „Svo þegar það var ekki nóg var mér bent á að það eina sem ég gæti gert, ef ég vildi ekki umgangast hann, væri að skipta um skóla. Ég fengi hjálp við að færa mig yfir í MK.“ Það var aldrei rætt við hann svo þú vitir? „Nei. Aldrei,“ segir Brynhildur. Hún segir að málið hafa verið látið bitna einungis hjá sér. Gerandinn kláraði sitt stúdentspróf á réttum tíma. Á meðan þurfti Brynhildur að skipta um skóla og ljúka stúdentnum á fimm árum. Bæði systir og mágkona Brynhildar eru nemendur í MH í dag. Brynhildur hefur heyrt af mótmælum í skólanum frá þeim. Henni hafi brugðið. Eitthvað hlyti að hafa breyst á þessum tíu árum en svo sé ekki. Það hafi vakið upp mikla reiði hjá henni. „Eins og ég heyrði þetta frá systur minni og mágkonu þá hafa stjórnendur skólans komið og verið frekar reiðir. Þeir kölluðu þetta hóphysteríu. Það er ekkert verið að taka tillit til tilfinninga nemenda sem eru þarna að tjá sig um óréttlæti sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta er bara þaggað niður og enn og aftur er skömmin hjá þolendum,“ segir Brynhildur. Jafnaði sig aldrei og tók eigið líf. Vinkona Brynhildar, Elísabet, var einnig nemandi við MH. Brynhildur segir henni einnig hafa verið nauðgað af samnemanda sínum. Elísabet hafði kært nauðgunina en samt þurft að mæta geranda sínum á göngum skólans þrátt fyrir að málið væri í farvegi hjá lögreglu. „Svörin sem ég fékk þegar ég var að tala við skólann voru á þennan veg; það er enginn dómur, það er engin kæra. Við getum ekki dæmt fólk án dóms að laga. Maður skilur það á einhverjum grundvelli þó það sé mjög gremjulegt. Svo kærði Elísabet og gerði allt rétt, innan gæsalappa. En það skipti ekki máli,“ segir Brynhildur. Elísabet flosnaði upp úr skóla. Brynhildur segir að vinkona hennar hafi hvergi fundið réttlæti, enginn hafi passað upp á hana og að hún ein hafi verið látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir. Elísabet tjáði sig opinberlega um málið þremur árum eftir brotið. Sýknudómur var kveðinn upp í málinu. Elísabet svipti sig lífi árið 2019. „Það mætti halda að stefna skólans sé vísvitandi að klúðra viðkvæmum málum á kostnað þolenda, sama stefna og þegar ég var nemandi, framfylgt af sama starfsfólki,“ segir í grein Brynhildar. „Ef við getum ekki kennt strákunum okkar að hætta að nauðga þá verðum við að verja stelpurnar okkar fyrir þeirri lítilsvirðingu að skólayfirvöld taki ekki mark á þeim.“ Ekki hefur náðst í Stein Jóhannsson, rektor MH, það sem af er degi. Þá vildi Hrefna Tryggvadóttir, forseti Nemendafélags MH, ekki ræða um málið að svo stöddu. Uppfært klukkan 13:52 með y firlýsingu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð sem sjá má að neðan. Í ljósi umfjöllunar um kynferðisofbeldi vill Menntaskólinn við Hamrahlíð koma eftirfarandi á framfæri: Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. Þegar slík mál hafa komið upp er aðgerðaráætlun skólans virkjuð og unnið samkvæmt henni. Skólastjórnendur fengu strax í gær óháðan fagaðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir vegna ábendinga nemenda. Skólastjórnendur funduðu ásamt ráðgjafa með nemendum vegna málsins í dag. Unnið verður áfram í málinu eins og aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Þá hafa stjórnendur skólans verið í samtali við stjórn nemendafélagsins og formann skólanefndar.
Í ljósi umfjöllunar um kynferðisofbeldi vill Menntaskólinn við Hamrahlíð koma eftirfarandi á framfæri: Skólastjórnendur líta á mál sem varða kynferðisofbeldi mjög alvarlegum augum. Þegar slík mál hafa komið upp er aðgerðaráætlun skólans virkjuð og unnið samkvæmt henni. Skólastjórnendur fengu strax í gær óháðan fagaðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir vegna ábendinga nemenda. Skólastjórnendur funduðu ásamt ráðgjafa með nemendum vegna málsins í dag. Unnið verður áfram í málinu eins og aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Þá hafa stjórnendur skólans verið í samtali við stjórn nemendafélagsins og formann skólanefndar.
Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57