„Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2014 21:57 „Ekki vera veikur aumingi, ekki nauðga,“ segir Elísabet Segler. „Ég vaknaði ringluð, í blóði, rifnum sokkabuxum, hálfklædd úr fötunum og í einum skó. Hann hafði greinilega ekki tíma til að klæða mig úr öllum fötunum, kannski hefði ég vaknað. Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var: „Þú mátt fara núna”. Þarna heyrði ég röddina hans og þessi rödd og þessi orð voru föst í huganum í mjög langan tíma.“ Sextán ára gömul varð hún fyrir hræðilegri lífsreynslu sem mun hafa áhrif á hana alla hennar ævi. Elísabet Segler er tvítug stúlka en aðfaranótt sunnudagsins 11. september 2011 var henni byrlað smjörsýru í miðbæ Reykjavíkur og í kjölfarið nauðgað. Eftir að hún komst að því að hún væri ekki eina fórnarlamb mannsins ákvað hún að leggja fram kæru á hendur honum. Nú, einu og hálfu áru síðar, er enn ekki búið að dæma í málinu þótt þrjú ár séu liðin. „Eftir að ég vaknaði kom ég mér út og labbaði nokkur húsasund í burtu. Ég settist niður fyrir framan stórt hvítt hús á Vesturgötu og reyndi að átta mig á því hvað hefði gerst. Þetta var óraunverulegasti hálftími lífs míns. Ég þorði ekki að hringja í taxa strax af því að ég vissi að ég liti illa út, liti út eins og drusla, kannski fyndist taxabílstjóranum það líka. Ég man ég velti fyrir mér hvort kynlíf ætti að vera svona,“ skrifar Elísabet á vefsíðuna Þrívídd.is en Elísabet gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að deila sögu sinni. Elísabet skammaðist sín og þóttist ekki muna eftir nóttinni örlagaríku. Hún mundi þó allt. Hún endurupplifði nauðgunina við tilhugsunina eina og reyndi hvað hún gat að forðast hana. Rödd nauðgarans ómaði í höfði hennar og síðustu orð hans: „Þú mátt fara núna.“ Bitför eftir hann, marblettir og fingraför settu sitt mark á líkama hennar og átti hún erfitt með að fara úr húsi vegna hræðslu sem nær yfirbugaði hana. Sannfærð um að heimurinn væri að refsa sér „Ég var hrædd við náin sambönd og átti það til að klúðra þeim rækilega. Ég var líka lengi sannfærð um að heimurinn væri að refsa mér af því ég hafði verið svo mikill vitleysingur um sumarið. Mér leið eins og allir í kringum mig héldu að ég væri að ljúga og sjálfsefi gerði vart við sig, hvað er satt og hvað er lygi? Gerðist þetta í alvöru eða var þetta mér að kenna? Ég laug líka að sjálfri mér, reyndi að sanna og segja sjálfri mér að maðurinn sem braut á mér ætti svo sannarlega ekki rétt á því að hafa áhrif á líf mitt það sem eftir væri. Þegar maður er nýorðinn sautján þá á manni ekki að þurfa líða svona, maður á reyndar aldrei skilið að líða svona, maður á ekki að sitja uppi með þessa hugsun að eilífu: „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“,“ segir Elísabet í reynslusögu sinni. Sá nauðgarann daglega í skólanum Maðurinn sem nauðgaði henni var í sama skóla og hún. Hún fékk þær upplýsingar frá samnemendum sínum að hún væri ekki hans eina fórnarlamb og að hann ætti yfir höfði sé tvær aðrar ákærur. Hún talaði því við stjórnendur skólans en þar sem ekki var búið að dæma í málinu var lítið hægt að gera. Einungis hægt að passa upp á að þau yrðu ekki saman í tímum. Elísabet gagnrýnir réttarkerfið harðlega. „Því miður virðist réttarkerfið mjög veikt þegar kemur að kynferðisofbeldi og af því þetta tók svona langan tíma þurfti ég að rifja upp þennan atburð aftur og aftur. Það virðast aldrei vera til næg sönnunargögn þegar kemur að svona málum. Ég gerði allt rétt, fór upp á bráðamóttöku þökk sé vinkonu minni sem ég enn þann dag í dag þakka fyrir. Það gerði málið mun sterkara að hafa farið upp á bráðamóttöku og það voru teknar myndir af áverkunum, annars hefði málið mitt verið enn eitt „orð á móti orði“.“ Dómur verður uppkveðinn í máli Elísabetar síðar í mánuðnum og vonar hún innilega að pistill hennar verði öðrum víti til varnaðar. „Svo vona ég innilega að þú kæri lesandi, nauðgari, ekki nauðgari eða framtíðarnauðgari, skiljir hvað þú ert að gera manneskju með því að nauðga, skiljir hvað hún er hræðileg, skiljir af hverju það er mikilvægt að kæra svona mál. Nauðganir munu ekki hætta nema við tökum þátt í því að koma réttum hugsunarhætti út í samfélagið. Ekki vera veikur aumingi, ekki nauðga,“ segir Elísabet að lokum. Kynferðisofbeldi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
„Ég vaknaði ringluð, í blóði, rifnum sokkabuxum, hálfklædd úr fötunum og í einum skó. Hann hafði greinilega ekki tíma til að klæða mig úr öllum fötunum, kannski hefði ég vaknað. Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var: „Þú mátt fara núna”. Þarna heyrði ég röddina hans og þessi rödd og þessi orð voru föst í huganum í mjög langan tíma.“ Sextán ára gömul varð hún fyrir hræðilegri lífsreynslu sem mun hafa áhrif á hana alla hennar ævi. Elísabet Segler er tvítug stúlka en aðfaranótt sunnudagsins 11. september 2011 var henni byrlað smjörsýru í miðbæ Reykjavíkur og í kjölfarið nauðgað. Eftir að hún komst að því að hún væri ekki eina fórnarlamb mannsins ákvað hún að leggja fram kæru á hendur honum. Nú, einu og hálfu áru síðar, er enn ekki búið að dæma í málinu þótt þrjú ár séu liðin. „Eftir að ég vaknaði kom ég mér út og labbaði nokkur húsasund í burtu. Ég settist niður fyrir framan stórt hvítt hús á Vesturgötu og reyndi að átta mig á því hvað hefði gerst. Þetta var óraunverulegasti hálftími lífs míns. Ég þorði ekki að hringja í taxa strax af því að ég vissi að ég liti illa út, liti út eins og drusla, kannski fyndist taxabílstjóranum það líka. Ég man ég velti fyrir mér hvort kynlíf ætti að vera svona,“ skrifar Elísabet á vefsíðuna Þrívídd.is en Elísabet gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að deila sögu sinni. Elísabet skammaðist sín og þóttist ekki muna eftir nóttinni örlagaríku. Hún mundi þó allt. Hún endurupplifði nauðgunina við tilhugsunina eina og reyndi hvað hún gat að forðast hana. Rödd nauðgarans ómaði í höfði hennar og síðustu orð hans: „Þú mátt fara núna.“ Bitför eftir hann, marblettir og fingraför settu sitt mark á líkama hennar og átti hún erfitt með að fara úr húsi vegna hræðslu sem nær yfirbugaði hana. Sannfærð um að heimurinn væri að refsa sér „Ég var hrædd við náin sambönd og átti það til að klúðra þeim rækilega. Ég var líka lengi sannfærð um að heimurinn væri að refsa mér af því ég hafði verið svo mikill vitleysingur um sumarið. Mér leið eins og allir í kringum mig héldu að ég væri að ljúga og sjálfsefi gerði vart við sig, hvað er satt og hvað er lygi? Gerðist þetta í alvöru eða var þetta mér að kenna? Ég laug líka að sjálfri mér, reyndi að sanna og segja sjálfri mér að maðurinn sem braut á mér ætti svo sannarlega ekki rétt á því að hafa áhrif á líf mitt það sem eftir væri. Þegar maður er nýorðinn sautján þá á manni ekki að þurfa líða svona, maður á reyndar aldrei skilið að líða svona, maður á ekki að sitja uppi með þessa hugsun að eilífu: „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“,“ segir Elísabet í reynslusögu sinni. Sá nauðgarann daglega í skólanum Maðurinn sem nauðgaði henni var í sama skóla og hún. Hún fékk þær upplýsingar frá samnemendum sínum að hún væri ekki hans eina fórnarlamb og að hann ætti yfir höfði sé tvær aðrar ákærur. Hún talaði því við stjórnendur skólans en þar sem ekki var búið að dæma í málinu var lítið hægt að gera. Einungis hægt að passa upp á að þau yrðu ekki saman í tímum. Elísabet gagnrýnir réttarkerfið harðlega. „Því miður virðist réttarkerfið mjög veikt þegar kemur að kynferðisofbeldi og af því þetta tók svona langan tíma þurfti ég að rifja upp þennan atburð aftur og aftur. Það virðast aldrei vera til næg sönnunargögn þegar kemur að svona málum. Ég gerði allt rétt, fór upp á bráðamóttöku þökk sé vinkonu minni sem ég enn þann dag í dag þakka fyrir. Það gerði málið mun sterkara að hafa farið upp á bráðamóttöku og það voru teknar myndir af áverkunum, annars hefði málið mitt verið enn eitt „orð á móti orði“.“ Dómur verður uppkveðinn í máli Elísabetar síðar í mánuðnum og vonar hún innilega að pistill hennar verði öðrum víti til varnaðar. „Svo vona ég innilega að þú kæri lesandi, nauðgari, ekki nauðgari eða framtíðarnauðgari, skiljir hvað þú ert að gera manneskju með því að nauðga, skiljir hvað hún er hræðileg, skiljir af hverju það er mikilvægt að kæra svona mál. Nauðganir munu ekki hætta nema við tökum þátt í því að koma réttum hugsunarhætti út í samfélagið. Ekki vera veikur aumingi, ekki nauðga,“ segir Elísabet að lokum.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira