Telja raðmorðingja vera á ferðinni í Kaliforníu Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2022 07:12 Til vinstri er mynd af svartklædda manninum sem talinn er bera ábyrgð á morðunum. Lögreglan í Stockton/Getty Lögreglan í borginni Stockton í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að raðmorðingi gæti verið á ferðinni í borginnu. Fimm manns hafa verið skotnir til bana síðustu þrjá mánuði en lögreglan telur að öll málin tengist. Borgin Stockton er í miðju Kaliforníu-ríki, rétt austan við San Francisco og sunnan við Sacramento. 320 þúsund manns búa í borginni, aðeins minna en á Íslandi. Fyrsta morðið var framið þann 8. júlí síðastliðinn en maður í svörtum fötum með svarta derhúfu er þá talinn hafa skotið annan mann. Fjögur önnur svipuð morð hafa verið framin síðan þá, nú síðast á þriðjudaginn þegar 54 ára gamall maður var skotinn til bana. Engin tengsl virðast vera milli mannanna fimm. Ekkert af morðunum hefur náðst á öryggismyndvélum en í sumum málanna hefur sést til mannsins í svörtu fötunum ganga í burtu frá vettvangi. Lögreglan segist ekki vera búin að staðfesta hvort sama byssan hafi verið notuð í öllum málunum. Þá hefur enginn þeirra myrtu verið barinn eða rotaður áður en þeir voru skotnir. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið að ganga á dimmum svæðum að kvöldi til eða að morgni til og því óttast margir íbúar borgarinnar það að vera úti of seint. Lögreglan hefur birt óskýra mynd af svartklædda manninum og lofar þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku hans 85 þúsund dollara, rúmar tólf milljónir króna. Photo of a "Person of Interest" in a series of homicides being committed in Stockton. There is an $85,000 reward for info that leads to an arrest. Please call SPD or @StocktonCrime with info or scan the QR code to send any pertinent videos related to this investigation. pic.twitter.com/i2q4t8C6bg— Stockton Police Dept (@StocktonPolice) September 30, 2022 Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Borgin Stockton er í miðju Kaliforníu-ríki, rétt austan við San Francisco og sunnan við Sacramento. 320 þúsund manns búa í borginni, aðeins minna en á Íslandi. Fyrsta morðið var framið þann 8. júlí síðastliðinn en maður í svörtum fötum með svarta derhúfu er þá talinn hafa skotið annan mann. Fjögur önnur svipuð morð hafa verið framin síðan þá, nú síðast á þriðjudaginn þegar 54 ára gamall maður var skotinn til bana. Engin tengsl virðast vera milli mannanna fimm. Ekkert af morðunum hefur náðst á öryggismyndvélum en í sumum málanna hefur sést til mannsins í svörtu fötunum ganga í burtu frá vettvangi. Lögreglan segist ekki vera búin að staðfesta hvort sama byssan hafi verið notuð í öllum málunum. Þá hefur enginn þeirra myrtu verið barinn eða rotaður áður en þeir voru skotnir. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið að ganga á dimmum svæðum að kvöldi til eða að morgni til og því óttast margir íbúar borgarinnar það að vera úti of seint. Lögreglan hefur birt óskýra mynd af svartklædda manninum og lofar þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku hans 85 þúsund dollara, rúmar tólf milljónir króna. Photo of a "Person of Interest" in a series of homicides being committed in Stockton. There is an $85,000 reward for info that leads to an arrest. Please call SPD or @StocktonCrime with info or scan the QR code to send any pertinent videos related to this investigation. pic.twitter.com/i2q4t8C6bg— Stockton Police Dept (@StocktonPolice) September 30, 2022
Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira