Innlent

Rebekka ráðin til að starfa með starfs­hópum Svan­dísar

Atli Ísleifsson skrifar
Rebekka Hilmarsdóttir hætti sem sveitarstjóri Vesturbyggðar í sumar eftir fjögurra ára starf.
Rebekka Hilmarsdóttir hætti sem sveitarstjóri Vesturbyggðar í sumar eftir fjögurra ára starf. Stjr

Rebekka Hilmarsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Vesturbyggðar, hefur verið ráðin í tímabundið starf sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegs til að hafa umsjón með vinnu við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í tengslum við stefnumótun matvælaráðherra í sjávarútvegi á kjörtímabilinu.

Í tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins segir að Rebekka muni starfa með fjórum starfshópum Svadísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni ásamt samráðsnefnd um stefnumótun í sjávarútvegi - Auðlindin okkar.

„Hóparnir og nefndin eru skipuð af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra samkvæmt sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hlutverk hópanna er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir fjórir sinna afmörkuðum sviðum og bera heitin Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri.

Rebekka er lögfræðingur að mennt og lauk ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2011. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnsýslu og hefur síðustu fjögur ár gegnt starfi bæjarstjóra Vesturbyggðar. Þar áður starfaði Rebekka í sex ár sem sérfræðingur á skrifstofu landbúnaðar í forvera matvælaráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.