Fótbolti

Brynjólfur lagði upp eitt mark í átta marka jafntefli gegn Rosenborg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brynjólfur í leik með U21 á dögunum.
Brynjólfur í leik með U21 á dögunum. Vísir/Diego

Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Brynjólfur Willumsson og félagar í Kristiansund fengu stórveldið Rosenborg í heimsókn.

Brynjólfur var í byrjunarliði Kristiansund og lagði upp fyrsta mark leiksins þegar Kristiansund náði forystunni á 24.mínútu.

Tveimur mínútum síðar jafnaði Rosenborg metin en Kristiansund skoraði tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var allur og staðan í leikhléi 3-1 fyrir Kristiansund.

Eftir rúmlega klukkutíma leik var staðan enn 3-1 en þá tóku gestirnir leikinn í sínar hendur; skoruðu þrjú mörk á fjórtán mínútna kafla og staðan skyndilega orðin 3-4.

Kristiansund tókst að jafna metin þegar Samuel Rogers gerði sjálfsmark og lokatölur því 4-4 í ótrúlegum leik.

Kristiansund áfram í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×