Fótbolti

Stórkostleg hjólhestaspyrna í MLS deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Josef Martinez.
Josef Martinez. vísir/Getty

Það er ekki á hverjum degi sem hjólhestaspyrnumörk sjást í fótboltanum.

Josef Martínez hlóð í eitt slíkt í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann gerði eina mark Atlanta United í 2-1 tapi gegn New England Revolution.

Sjón er sögu ríkari en myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.

Martinez þessi er 29 ára gamall Venesúela maður en hann lék síðustu fjórtán mínúturnar í vináttuleik Venesúela og Íslands á dögunum.

Hann er þekktur fyrir að skora glæsileg mörk en hann hefur gert 110 mörk fyrir Atlanta United í 156 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.