Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 11:26 Vilhjálmur hefur varið fjölmarga sem sætt hafa stífu eftirliti lögregluyfirvalda. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14