Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:30 Jorge Vilda ræðir við Ona Batlle, leikmann Manchester United og spænska landsliðsins. Batlle er einn af þeim 14 leikmönnum sem var tekin úr hópnum. Angel Martinez/Getty Images Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum. Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum.
Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira