Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:30 Jorge Vilda ræðir við Ona Batlle, leikmann Manchester United og spænska landsliðsins. Batlle er einn af þeim 14 leikmönnum sem var tekin úr hópnum. Angel Martinez/Getty Images Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum. Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum.
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira