Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:30 Jorge Vilda ræðir við Ona Batlle, leikmann Manchester United og spænska landsliðsins. Batlle er einn af þeim 14 leikmönnum sem var tekin úr hópnum. Angel Martinez/Getty Images Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum. Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum.
Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira