Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:30 Jorge Vilda ræðir við Ona Batlle, leikmann Manchester United og spænska landsliðsins. Batlle er einn af þeim 14 leikmönnum sem var tekin úr hópnum. Angel Martinez/Getty Images Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum. Fótbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Spænska liðið mætir Svíþjóð og Bandaríkjunum í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum, en aðeins níu af þeim 23 leikmönnum sem voru valdir í verkefni liðsins í undankeppni HM í september halda sæti sínu. Meðal þeirra sem ekki verða í hópnum í komandi verkefni eru þær Irene Paredes, fyrirliði spænska landsliðsins, og markamaskínan Jenni Hermoso. Ástæða þess að Vilda gerir svo margar breytingar á hópnum er líklega sú að í seinustu viku sendu 15 leikmenn hópsins spænska knattspyrnusambandinu bréf þar sem kom fram að þær myndu hafna því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Leikmennirnir vilja ekki spila fyrir þjálfarann og telja hann hafa haft slæm áhrif á heilsu þeirra, bæði líkamlega og andlega. Landsliðkonurnar höfnuðu því þó síðar að hafa kallað eftir því að þjálfaranum yrði sagt upp starfi sínu í kjölfar þess að spænska knattspyrnusambandið tilkynnti að leikmennirnir yrðu ekki valdir í frekari landsliðsverkefni fyrr en afsökun frá þeim bærist. Þjálfarinn sár og segir stöðuna ósanngjarna Þjálfarinn Jorge Vilda tjáði sig um málið á dögunum og segist vera mjög sár. Hann segir stöðuna ósanngjarna, en undir hans stjórn hefur liðið unnið tæplega 70 prósent leikja sinna. „Ég óska engum að ganga í gegnum það sem ég er að ganga í gegnum þessa dagana,“ sagði Vilda. „Ég er virkilega sár og þetta er ósanngjörn staða sem enginn á skilið að lenda í. Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli og þetta rugl skaðar spænskan fótbolta. Þetta er niðurlæging á heimsmælikvarða.“ „Mín lausn er þessi listi af leikmönnum sem ég valdi. Ég get ekki séð aðra lausn eins og er. Ég verð að kalla til þá leikmenn sem vilja 100 prósent vera hérna. Ég hef ekki íhugað að segja af mér. Það væri ósanngjarnt gagnvart því sem við höfum gert í fortíðinni og gagnvart því sem við erum í dag,“ sagði Vilda að lokum.
Fótbolti Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira