Fótbolti

Klopp með létt skot á hárgreiðslu Tsimikas

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kostas Tsimikas skartaði nýrri hárgreiðslu á fyrstu æfingu Liverpool eftir landsleikjahlé. 
Kostas Tsimikas skartaði nýrri hárgreiðslu á fyrstu æfingu Liverpool eftir landsleikjahlé.  Vísir/Getty

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, gerði góðlátlegt grín að hárgreiðslu gríska bakvarðarins Kostas Tsimikas á fyrstu æfingu liðsins eftir landsleikjahlé. 

Tsimikas mætti á æfingasvæðið með snyrtilegan snúð en þar með fylgdi Grikkinn fordæmi Darwin Nunez sem og fjölmargra annarra. 

Klopp var ekki alveg seldur á þessa breytingu á hárstíl hjá Tsimikas og spurði hann á vinalegum nótum bakvörðurinn þyrfti að fá greitt til þess að raka snúðinn af. 

Þá sagði Klopp enn fremur að hann hefði haldið að Nunez hefði minnkað í landsleikjahléinu og skellti upp úr. 

Liverpool fær Brighton í heimsókn á Anfield í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.