Silfursvanir á svið á Madeira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2022 21:32 Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Kristín Sigrún Halldórsdóttir eru meðal fjörutíu Silfursvana sem stíga brátt á svið á Madeira. Soffa Marteinsdóttir er þjálfari þeirra. Vísir/Egill Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum. Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut. Dans Eldri borgarar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut.
Dans Eldri borgarar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira